Öllum flokkum
![](/media/4v0j4plo/1e1a2118_1.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cf3a9c0c50 1x)
01. október 2019
Sigurður frá UMSB með erindi á ráðstefnu Sýnum karakter
„Ég held að verkfærakista Sýnum karakter skili okkur betra fólki út í samfélagið. Ef vel tekst til fá krakkarnir betra sjálfstraust í íþróttum og læra að vinna með það,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB. Hann verður með erindi um innleiðinguna á ráðstefnu Sýnum karakter á laugardag.
![](/media/xddioa05/i-v77mzpt-x3.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cf36c9f5b0 1x)
30. september 2019
Kynning á Forvarnardeginum 2019
Blaðamannafundur var haldinn í Fellaskóla í dag í tilefni af Forvarnardeginum 2019 sem haldinn verður í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins á miðvikudag. Á fundinn í dag mættu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Alma D. Möller landlæknir og fleiri.
![](/media/edhaifvf/57eece757d7669d553a0a817_share.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cf33449f80 1x)
24. september 2019
Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?
Fjölmiðlakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir mun fjalla um mikilvægi íþrótta fatlaðra fyrir sjálfsmyndina á ráðstefnu Sýnum karakter laugardaginn 5. október næstkomandi. Ráðstefnan heitir: Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter? Smelltu hér, skoðaðu dagskránna og skráðu þig.
![](/media/jy0n2y0b/37375537_2177481375842830_6054512936431386624_n.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cf2fbf4950 1x)
23. september 2019
Starf framkvæmdastjóra HSV laust til umsóknar
Stjórn Héraðssambands Vestfirðinga auglýsir starf framkvæmdastjóra HSV laust til umsóknar. HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi og hefur 16 aðildarfélög innan sinna vébanda. Umsóknarfrestur er til og með 14. október.
![](/media/j23iibyl/20225187562_3643e11a6a_o.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cf2c45b2f0 1x)
19. september 2019
Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins er nýjung í barnaverndarmálum á Íslandi
Æskulýðsvettvangurinn ásamt hópi fagaðila í barnaverndarmálum hefur búið til netnámskeið fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum í íþrótta- og æskulýðssstarfi. Námskeiðið er ókeypis og opið fyrir alla sem vinna að barnaverndarmálum með einum eða öðrum hætti.
![](/media/ab1llxlo/ertu-a-leid-i-lydhaskola_.png?width=530&height=350&v=1d9a9cf28712b50 1x)
09. september 2019
Styrkir til ungmenna
UMFÍ veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir námsárið 2019 - 2020.
![](/media/yw2lh3mi/img_1482-2.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cf24edd0f0 1x)
03. september 2019
Fyrsti hópur nemenda kominn í Ungmennabúðirnar
„Við erum öll ótrúlega ánægð. Nemendurnir eru jákvæðir og kátir og þeim líður afskaplega vel,“ segir Júlía Guðmundsdóttir kennari við Vættaskóla í Grafarvogi. Nemendur í 9. bekk skólans voru þeir fyrstu sem komu í endurbættar Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugarvatni í vikunni.
![](/media/044lmhe4/ungmennarad-2019-2020.gif?width=530&height=350&v=1d9a9cf20d49f30 1x)
02. september 2019
Vilt þú hafa áhrif á annað ungt fólk?
Ungmennaráð UMFÍ auglýsir eftir ungu fólki á aldrinum 16 - 25 ára til starfa í ráðið.
![](/media/r14brz5e/synum-karakter_2.png?width=530&height=350&v=1d9a9cf1d525640 1x)
26. ágúst 2019
Breytt fyrirkomulag í keppni
Dagana 3. - 4. október fer fram vinnustofa í tengslum við verkefnið Sýndu karakter. Yfirskrift vinnustofunnar er Keppni með tilgang. Laugardaginn 5. október fer síðan fjórða Sýnum karakter ráðstefnan fram.