Öllum flokkum

29. ágúst 2025
54. sambandsþing UMFÍ í október
54. sambandsþing UMFÍ verður haldið á Fosshóteli Stykkishólmi dagana 10. – 12. október næstkomandi. Á þinginu er kosið til stjórnar, lagðar fram tillögur að ýmsum málum og margt fleira. Þetta verður fyrsta þing fulltrúa ÍBV sem sambandsaðilar UMFÍ.

25. ágúst 2025
Besta ákvörðunin að fara í lýðháskóla
Ólöf María Guðmundsdóttir kvaddi fjölskyldu sína í Önundarfirði í byrjun árs og fór í lýðháskóla í Danmörku. Hún segist hafa orðið sjálfstæðari úti og miklu öruggari en áður.

25. ágúst 2025
Íþróttasjóður styrkir ýmis verkefni
Búið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð vegna verkefna fyrir árið 2026. Styrkirnir eru ætlaðir íþrótta- og ungmennafélögum á landinu til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana.

22. ágúst 2025
Opið fyrir umsóknir um styrki í lýðháskóla
Ertu á leið í lýðháskóla í Danmörku í haust? Við erum búin að opna fyrir umsóknir um styrki fyrir haustönn. Opið er fyrir umsóknir til 26. september næstkomandi.

20. ágúst 2025
Páll Janus nýr svæðisfulltrúi á Vestfjörðum
Páll Janus Þórðarson er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vestfjörðum og hefur hann störf 1. september. Hann er spenntur fyrir starfinu enda búinn að kynnast öllum hliðum íþróttalífsins fyrir vestan.

19. ágúst 2025
Rúmlega þúsund sprettu úr drulluspori
Rúmlega 1.100 manns á öllum aldri tóku þátt í Drulluhlaupi Krónunnar þegar það fór fram fjórða árið í röð í Mosfellsbæ á laugardag. Að Drulluhlaupinu standa Ungmennafélag Íslands, Krónan og Ungmennafélagið Afturelding (UMFA).

12. ágúst 2025
Skítugasta hlaup ársins handan við hornið
Drullu- og hindrunarhlaup UMFÍ og Krónunnar er drulluskemmtilegt hlaup fyrir alls konar fólk, fyrir fjölskylduna, vinahópa og frænku- og frændgarðinn, saumaklúbba og vinnufélaga sem vilja vinna saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins.

12. ágúst 2025
Takk fyrir Unglingalandsmótið
Nú er Unglingalandsmót UMFÍ að baki. Bestu þakkir fyrir að taka þátt í svona mörgum greinum og prófa alls konar nýtt. Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir öll litlu og stóru verkefnin, fyrir greinastjórnina, dómgæsluna og fyrir tónlistina og stuðið - og takk samstarfsaðilar.

04. ágúst 2025
Foreldrar skemmtu sér í strandblaki á Unglingalandsmóti
„Þetta var rosalega gaman og enginn tognaði, bognaði eða sleit neitt,“ segir Silja Úlfarsdóttir, sem stýrði strandblaki foreldra á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum í gær. Mikil ánægja var með keppnina og hlakkar foreldrana til mótsins á næsta ári.