Öllum flokkum
![](/media/pftfpavj/1e1a9523.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cef94cfe30 1x)
04. ágúst 2019
GDRN fannst gaman að sprikla allan daginn á Unglingalandsmóti
„Þegar ég fór á Unglingalandsmót UMFÍ þá fannst mér ég alltaf orðin stór,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN. Hún lokar Unglingalandsmóti UMFÍ með tónleikum á síðustu kvöldvöku mótsins.
![](/media/n2hnxp5y/img_8001.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ceea8656d0 1x)
03. ágúst 2019
Unglingalandsmót UMFÍ er stærsta forvarnarverkefni landsins
„Það særir mig að sjá fyrirmyndir barna okkar sýna af sér neikvæða hegðun. Við eigum að gera þá kröfum að fyrirmyndir barna okkar sýni af sér æskilega hegðun,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ í ávarpi sínu við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ.
![](/media/bvynnej3/img_8102.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ceee58e2a0 1x)
03. ágúst 2019
Líklega best að vera forseti á Íslandi
„Ég held að það sé hvergi betra að vera þjóðhöfðingi en á Íslandi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann flutti í gærkvöldi ávarp við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina.
![](/media/20bp4jdl/1e1a8084.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cef1fda7b0 1x)
03. ágúst 2019
Strandblak svo vinsælt að gera þurfti nýjan völl
99 líð taka þátt í 200 leikjum í strandblaki á Unglingalandsmóti UMFÍ. Á sama móti í Þorlákshöfn í fyrra voru liðin 52. Aukningin er því tæp 100%. Framkvæmdastjóri Blaksambands Íslands segir þetta frábært. Strandblak vellir hafi verið settir upp víða um land og sé það að skila sér í meiri þátttöku.
![](/media/kglenq23/1e1a8355.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cee3592e50 1x)
02. ágúst 2019
Fimleikastelpur og körfuboltastelpur keppa í knattspyrnu
„Þetta er svo gaman. Við erum í þessu af því að það er svo gaman og skráðum okkur í körfubolta og fótbolta,“ segir Krista Gló Magnúsdóttir í liðinu The Plastics sem keppti í knattspyrnu á móti Umpalumpas. Í Umpalumpas eru fimleikastelpur en í The Plastics mest liðsmenn U15-landsliðsins í körfubolta.
![](/media/i2gp1qfp/1ulm18-121.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cee6d0a1d0 1x)
02. ágúst 2019
Unglingalandsmót UMFÍ sett í kvöld
Unglingalandsmót UMFÍ verður sett á íþróttavellinum klukkan 20:00 í kvöld. Við mótssetningu er hefð fyrir því að þátttakendur gangi inn á völlinn með sínu sambandsaðila. Þátttakendur eru hvattir til að koma klukkan 19:30 að íþróttavellinum við Báruna til að stilla sér upp.
![](/media/nmqdq0sp/13mynf37120707_unnurbua_18.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ced64df290 1x)
01. ágúst 2019
Unnur ánægð að vera komin í áskrift að Unglingalandsmóti UMFÍ
„Við fjölskyldan fórum í fyrsta sinn á Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn í fyrra. Við vorum heilluð, það var svo margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Við hjónin skemmtum okkur jafn vel og dóttir okkar,“ segir Unnur Steinsson, framkvæmdastjóri Fransiskus hótelsins í Stykkishólmi.
![](/media/43ynvqcm/1e1a7251.png?width=530&height=350&v=1d9a9cedfa4fff0 1x)
01. ágúst 2019
Bjuggu til nýjan völl fyrir strandhandbolta
„Okkur vantaði völl fyrir strandhandbolta og því bjuggum við hann til,“ segir Gísli Már Vilhjálmsson, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Höfn í Hornafirði. Mótið fer fram um helgina og hafa ýmsar nýjungar verið að líta dagsins ljós í bænum.
![](/media/gdyb5cis/_mg_4042.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ced2aed2d0 1x)
30. júlí 2019
Forsetahjónin eru með á Unglingalandsmóti UMFÍ
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elíza Reid forsetafrú ásamt börnum ætla að taka þátt í Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina.