Öllum flokkum

02. október 2019
Forvarnardagurinn: „Þið eigið að geta sagt: nei ég drekk ekki.“
„Það er gott fyrir hvert bæjarfélag að hlúa vel að íþrótta- og tómstundastarfi. Við styrkjumst öll af því að eiga vini og gott félagsstarf,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Hann heimsótti Menntaskóla Borgarfjarðar og Varmárskóla í tilefni af Forvarnardeginum í dag.

02. október 2019
Brakandi ferskur Skinfaxi kominn út
Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, var að koma úr prentsmiðjunni. Blaðið er stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni. Hér er hægt að lesa allt blaðið.

01. október 2019
Sigurður frá UMSB með erindi á ráðstefnu Sýnum karakter
„Ég held að verkfærakista Sýnum karakter skili okkur betra fólki út í samfélagið. Ef vel tekst til fá krakkarnir betra sjálfstraust í íþróttum og læra að vinna með það,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri UMSB. Hann verður með erindi um innleiðinguna á ráðstefnu Sýnum karakter á laugardag.

30. september 2019
Kynning á Forvarnardeginum 2019
Blaðamannafundur var haldinn í Fellaskóla í dag í tilefni af Forvarnardeginum 2019 sem haldinn verður í flestum grunn- og framhaldsskólum landsins á miðvikudag. Á fundinn í dag mættu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Alma D. Möller landlæknir og fleiri.

24. september 2019
Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?
Fjölmiðlakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir mun fjalla um mikilvægi íþrótta fatlaðra fyrir sjálfsmyndina á ráðstefnu Sýnum karakter laugardaginn 5. október næstkomandi. Ráðstefnan heitir: Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter? Smelltu hér, skoðaðu dagskránna og skráðu þig.

23. september 2019
Starf framkvæmdastjóra HSV laust til umsóknar
Stjórn Héraðssambands Vestfirðinga auglýsir starf framkvæmdastjóra HSV laust til umsóknar. HSV er með starfssvæði í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi og hefur 16 aðildarfélög innan sinna vébanda. Umsóknarfrestur er til og með 14. október.

19. september 2019
Netnámskeið Æskulýðsvettvangsins er nýjung í barnaverndarmálum á Íslandi
Æskulýðsvettvangurinn ásamt hópi fagaðila í barnaverndarmálum hefur búið til netnámskeið fyrir fólk sem starfar með börnum og ungmennum í íþrótta- og æskulýðssstarfi. Námskeiðið er ókeypis og opið fyrir alla sem vinna að barnaverndarmálum með einum eða öðrum hætti.

09. september 2019
Styrkir til ungmenna
UMFÍ veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir námsárið 2019 - 2020.

03. september 2019
Fyrsti hópur nemenda kominn í Ungmennabúðirnar
„Við erum öll ótrúlega ánægð. Nemendurnir eru jákvæðir og kátir og þeim líður afskaplega vel,“ segir Júlía Guðmundsdóttir kennari við Vættaskóla í Grafarvogi. Nemendur í 9. bekk skólans voru þeir fyrstu sem komu í endurbættar Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugarvatni í vikunni.