Öllum flokkum
![](/media/ooohndsj/steini-i-lyfju-003.png?width=530&height=350&v=1d9a9ce1ff0c450 1x)
29. maí 2019
Starfsmenn Lyfju gera þrekæfingar á vaktinni
„Þetta leggst mjög vel í mannsskapinn. Okkur öllum finnst hreyfing góð. Það er gott að taka svolítið á því og hreyfa sig í Hreyfiviku UMFÍ. Það er hvatning til starfsmanna sem vinna langan dag og eflir starfsandann,“ segir Þorsteinn Hjörtur Bjarnason, aðstoðarlyfjafræðingur í Lyfju við Smáratorg.
![](/media/lf0bblw1/_mg_4194.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ce18df8840 1x)
28. maí 2019
Staða samskiptaráðgjafa orðið að veruleika
Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er orðið að lögum. Í ákvæði til bráðabirgða með lögunum segir að ráðherra sé nú heimilt að útvista starfinu til þriðja aðila, auglýsa það og ráða í starfið til fimm ára í senn.
![](/media/zcuhwa52/sigurdur-gudmundsson_1.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ce151ba270 1x)
27. maí 2019
Allir eru með í Hreyfiviku UMFÍ
„Borgfirðingar taka alltaf þátt í Hreyfiviku UMFÍ. Við leggjum okkur líka fram um að bjóða öllum að vera með, bæði börnum og fullorðnum,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Hreyfivika UMFÍ hefst í dag áttunda árið í röð.
![](/media/ycqpeuhe/ragnheidur-sigurdardottir.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ce0dd832d0 1x)
23. maí 2019
Fundur um þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi
ÍSÍ og UMFÍ standa saman að opnum fundi þar sem rætt verður um það hvernig gengur að fjölga börnum og ungmennum af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Ragnheiður Sigurðardóttir segir gögn benda til að í þeim hópi séu færri börn. Á fundinum verður rætt um stöðu mála.
![](/media/xbyje3ws/1e1a3773.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ce119e1470 1x)
23. maí 2019
Mikilvægt að byggja brýr til að ná betur til erlends fólks
„Það er ekki nóg að þýða bæklinga á erlend tungumál. Við fengum til liðs við okkur pólska konu til að tala við fólk sem hefur flutt hingað frá Póllandi. Nú hefur iðkendum fjölgað í okkar deild,“ segja þær Þórey Guðný Marinósdóttir og Margrét Sigurvinsdóttir.
![](/media/yzogyp0z/1e1a3311.png?width=530&height=350&v=1d9a9cda9d2e1e0 1x)
21. maí 2019
Soffía vill hækka framlög til Íþróttasjóðs
Soffía Ámundadóttir er önnur konan til að setjast í stól formanns íþróttanefndar ríkisins. Hún segir mikilvægt að setja kraft í umræðuna um kynjajafnrétti í íþróttum og vill auka fjárframlög til íþróttamála.
![](/media/bjjlaun2/umfi_50_plus_hari-01871.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ce0371ff60 1x)
17. maí 2019
Opið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+
Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað dagana 28.-30. júní. Á meðal greina sem boðið er upp á er boccía, sem nýtur gríðarlegra vinsælda, pönnukökubakstur sem enginn vill missa af og stígvélakast.
![](/media/42bos020/c9fcbeab-8ef7-4134-9832-8884ff7fe2ac-2.jpeg?width=530&height=350&v=1d9a9ce06eca730 1x)
17. maí 2019
Til hamingju með daginn Íþróttasamband fatlaðra
Íþróttasamband fatlaðra fagnar 40 ára afmæli í dag en það var stofnað á þessum degi árið 1979. UMFÍ óskar sambandinu til hamingju með daginn. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa er fjallað um heimsleika Special Olympics og rætt við þau Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur og Jónas Sigursteinsson um leikana.
![](/media/tj0b10hh/jonas-med-keppendunum-i-badminton-1.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9ce0a633050 1x)
17. maí 2019
Unified íþróttir styrkja samband beggja íþróttamanna
„Unified-íþróttir, þar sem fatlaðir og ófatlaðir æfa og keppa saman, eru það sem koma skal í minni byggðarlögum,“ segir Jónas Sigursteinsson, íþróttakennari og þjálfari tveggja keppenda sem fóru á heimsleika Special Olympics. Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 40 ára afmæli í föstudag.