Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

12. júlí 2018

Hægt að skrá sig í götuhjólreiðar þar til seint á föstudagskvöld

Vakin er athygli á því að opið er fyrir skráningu í götuhjólreiðar á Landsmótinu til klukkan 19:00 á föstudagskvöld. Þeir sem ná því ekki geta haft samband við Maríu Sæmundsdóttur, sérgreinarstjóra í götuhjólreiðum.

11. júlí 2018

Páll Óskar: Stanslaus sviti og stuð á Pallaballi á Króknum

„Þetta verður pásulaus aerobic-tími í fjórar klukkustundir. Ólýsanleg smitandi gleði og stemning þar sem allir munu syngja með,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem verður í aðalhlutverki á Pallaballi á Landsmótinu á Sauðarkróki á laugardag. Hann segir Pallaballið verða stanslaust stuð inn í nóttina.

11. júlí 2018

Landsmótstjaldið komið upp á Sauðárkróki

„Við erum að ganga frá því síðasta. Margir eru búnir að koma á skrifstofuna til okkar að skrá sig og eru að undirbúa morgundaginn,“ segir Pálína Ósk Hraundal, einn af tveimur verkefnastjórum Landsmótsins. Mótið hefst í dag með þriggja tinda göngu. Fólk þarf að skrá sig í gönguna.

10. júlí 2018

Birgitta ætlar í golf og strandblak á Landsmótinu með manni sínum og vinkonu

„Ég er forfallinn golfari og stefni á að lækka forgjöfina. Mér lýst mjög vel á Landsmótið.“ segir Birgitta Guðjónsdóttir, íþróttakennari við Lundaskóla á Akureyri. Hún bíður spennt eftir Landsmótinu á Sauðárkróki um næstu helgi enda búin að skrá sig til þátttöku í bæði golfi og strandblaki.

10. júlí 2018

Búist við þúsundum gesta á Landsmótið á Sauðárkróki

Undirbúningur er á lokametrunum fyrir Landsmótið á Sauðárkróki um næstu helgi. Von er á þúsundum gesta í bæinn enda heilmikið fjör í vændum í bæði íþróttum og afþreyingu. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, segir í samtali við Morgunblaðið, allt í fullum gangi.

08. júlí 2018

Karen og systir hennar hafa skráð sig í 15 greinar á Landsmótinu

„Mig langar að prófa eins margar greinar og ég get. Þetta er allt svo spennandi,“ segir Karen Mjöll Björgvinsdóttir. Hún hefur skráð sig í 15 greinar á Landsmótinu á Sauðárkróki og ætlar að mæta með systur sinni. Karen ætlar í metabolic, strandblak og pönnukökubakstur og margar fleiri.

06. júlí 2018

Stanslaust stuð á Króknum á Landsmótinu

Glæsilegt kynningarblað um Landsmótið fylgdi Fréttablaðinu í gær. Í blaðinu er rætt við Auði Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ, um þessa íþróttaveislu sem framundan er á Sauðárkróki. Bræðurnir Gunnar og Sævar Birgissynir ætla að keppa í nokkrum greinum og Auddi Blö talar um götupartíið.

05. júlí 2018

Hvetur fólk til að koma í CrossFit á Sauðárkróki

„Stemningin er geggjuð hjá okkur í CrossFit 550 á Króknum. Við erum rosalega spennt að taka þátt í svona stóru móti. Við höfum haldið innanhússmót og leggjum nú mikið á okkur fyrir Landsmótið,“ segir Erna Rut Kristjánsdóttir, sérgreinarstjóri í CrossFit á Landsmótinu á Sauðárkróki 12. - 15. júlí.

03. júlí 2018

Skráning hafin á Unglingalandsmót UMFÍ

Opnað hefur verið fyrir skráningu á hið árlega Unglingalandsmót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelgina. Mótið verður að þessu sinni spottakorn frá höfuðborginni, í Þorlákshöfn dagana 2. – 5. ágúst.