Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

21. júní 2018

Garðar er verkefnastjóri Unglingalandsmótsins í Þorlákshöfn

„Við erum klár fyrir Unglingalandsmót í Þorlákshöfn og erum að ljúka við skipulagningu skemmtidagskrárinnar,“ segir íþróttafræðingurinn Garðar Geirfinnsson, sem nýverið tók til starfa sem verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina.

21. júní 2018

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknarfrestur er til 1. október nk.

20. júní 2018

Segir biathlon geta nýst til að hvetja til hreyfingar

„Við ætlum að nýta biathlon til að hvetja ákveðna hópa til hreyfingar. Greinin höfðar sérstaklega vel til unglinga. Hún býður nefnilega upp á svo margt. Það má sem dæmi blanda þar saman fjallahjólreiðum og skotfimi,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK).

19. júní 2018

Sigurður ætlar að prófa margar nýjar greinar á Landsmótinu

„Ég er búinn að skrá mig í götuhjólreiðar, bogfimi og götuhlaup á Landsmótinu á Sauðárkróki. En svo ætla ég í sjósund því ég hef ekki prófað það áður. Mig langar líka til að prófa biathlon,“ segir Skagfirðingurinn Sigurður Ingi Ragnarsson.

13. júní 2018

Námslína fyrir stjórnendur í þriðja geiranum aftur í boði í haust

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík býður á ný upp á námslínuna Stjórnendur í þriðja geiranum – frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir. Boðið var upp á námslínuna í fyrsta sinn í fyrrahaust. Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ, segir námið afar gagnlegt.

11. júní 2018

Keppt í sumarbiathloni í fyrsta sinn á Íslandi

„Það hefur aldrei verið keppt áður í þessari grein á Íslandi. En hún er frábær og mikilvægt að kynna hana fyrir fólki sem hefur gaman af íþróttum,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK. UMSK stendur fyrir kynningu á greininni alla miðvikudaga fram að Landsmótinu í júlí.

07. júní 2018

Pálína Ósk ráðin verkefnastjóri Landsmótsins á Sauðárkróki

„Landsmótið leggst heldur betur vel í mig. Það er mikil stemning hjá heimamönnum og virkilega gaman að vinna með svona fjölbreytta og skemmtilega dagskrá,“ segir Pálína Ósk Hraundal. Hún hefur verið ráðin einn af tveimur verkefnastjórum Landsmótsins sem verður í júlí.

06. júní 2018

Telur lukkudýrin gera mikið gagn

Tími lifandi lukkudýra er sennilega liðinn. Grafíski hönnuðurinn og markaðsfræðingurinn Jóhann Waage hefur hannað flest lukkudýr og merki ungmenna- og íþróttafélaga landsins. Hann segir góð lukkudýr bæði gagnast í fjáröflunarskyni og geti þau hvatt til íþróttaiðkunar barna.

03. júní 2018

Hreyfingin dregur úr kyrrsetu

„Mér finnst fátt skemmtilegra en að taka þátt í íþróttum og hreyfingu með vinum mínum,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ sem hófst sl. mánudag og lýkur í dag, 3. júní. Sabína ræddi um Hreyfivikuna í viðtali við Morgunblaðið nú um helgina.