Öllum flokkum
07. maí 2018
Sambandsaðilar UMFÍ kynntu sér mótasvæðið á Sauðárkróki
Vorfundur UMFÍ var haldinn á Sauðárkróki á föstudagskvöld og fyrri part laugardags dagana 4. – 5. maí. Á vorfundinn mættu fulltrúar sambandsaðila UMFÍ ásamt starfsfólki. Á fundinum var farið yfir Landsmótið á Sauðárkróki í sumar og Unglingalandsmótið í Þorlákshöfn.
04. maí 2018
Fjölnir eykur þjónustu við deildirnar
Stjórn Fjölnis í Grafarvogi hefur stórbætt þjónustu við deildir félagsins á undanförnum árum. Þjónustan við deildirnar hefur verið að færast inn á skrifstofuna. Það styttir boðleiðir, eykur skilvirkni og bætir nýtingu á aðstöðu félagsins.
03. maí 2018
Ráðstefna fyrir ungmenni
Ert þú á aldrinum 18 - 22 ára og hefur áhuga á að skella þér til Finnlands í sumar?. Ef svo er smelltu þá á lesa meira fyrir allar upplýsingar.
02. maí 2018
Vill fá strákana norður í skotfimi á Landsmótinu
Aðalheiður Lára og eiginmaður hennar hafa bæði skráð sig í skotfimi á Landsmótinu á Sauðárkróki. Þau ætla líka að prófa ýmislegt fleira.
02. maí 2018
Umræðupartý UMFÍ: Hver er þín skoðun?
UMFÍ stendur fyrir þriðja umræðupartýinu fyrir ungt fólk og stjórnendur innan sveitarfélaga fimmtudaginn 10. maí í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Umræðupartýiið að þessu sinni er samstarfsverkefni UMFÍ og Héraðssambands Snæfells og Hnappadalssýslu (HSH).
25. apríl 2018
Starf sjálfboðaliðanna ber ávöxt á Ísafirði
„Fossavatnsgangan er orðin risaviðburður á Vestfjörðum. Nú er skíðafélagið að fá pening út úr Fossavatnsgöngunni og það er að stórum hluta að þakka öllum sjálfboðaliðunum sem taka þátt,“ segir Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfjarðar (HSV).
24. apríl 2018
Pláss fyrir fimm lýðháskóla á Íslandi
Miðað við höfðatölu ættu að vera að minnsta kosti fimm lýðháskólar á Íslandi, að mati Auðar Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmdastjóra UMFÍ. Hún var með erindi á ráðstefnunni Hvernig á að búa til skóla úr engu? sem fram fór í Norræna húsinu á mánudag.
20. apríl 2018
Elín Rán hjá UÍA sæmd starfsmerki UMFÍ
Elín Rán Björnsdóttir, fyrrverandi formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) var sæmd starfsmerki UMFÍ á þingi UÍA sem fram fór á Borgarfirði eystra á dögunum. UÍA veitti fjórum starfsmerki. Á sama tíma bættist Lyftingafélag Austurlands við sem aðildarfélag UÍA.
18. apríl 2018
„Ég hef aldrei verið hrifinn af svona prjónum“
Guðmundur Gíslason, fyrrverandi starfsmaður UMFÍ, ritstjóri Skinfaxa og íþróttakennari, var á héraðsþingi Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýlu (HSH) heiðraður fyrir störf heiðraður með starfsmerki UMFÍ. Framkvæmdastjóri HSH segir þingið hafa tekist afar vel eftir dvala í um tvö ár.