Öllum flokkum
21. desember 2017
Nýjasta tölublað Skinfaxa komið út
Skinfaxi, tímarit UMFÍ, kom úr prentun í vikunni og er verið að dreifa blaðinu til sambandsaðila og áskrifenda. Þetta er fjórða og síðasta tölublað ársins. Forsíðu blaðsins prýða tveir ungir keppendur í glímu á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum um síðustu verslunarmannahelgi
20. desember 2017
Kolbrún Lára er nýr formaður Ungmennaráðs UMFÍ
„Ég hlakka mikið til komandi verkefna. Við sem sitjum í Ungmennaráði UMFÍ höfum mikið fram að færa enda mörg málefni í samfélaginu sem skipta ungt fólk máli. Við munum láta í okkur heyra,“ segir Kolbrún Lára Kjartansdóttir sem í gær tók við sem formaður Ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands (UMFÍ).
18. desember 2017
Gunnhildur ráðin framkvæmdastjóri HSÞ
„Þetta verður áskorun því svæðið er geysistórt. En ég er forvitin og hlakka til,“ segir íþróttafræðingurinn Gunnhildur Hinriksdóttir. Hún tekur við starfi framkvæmdastjóra Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) um áramótin af Evu Sól Pétursdóttur.
14. desember 2017
Sveinn á Múla sæmdur gullmerki UMFÍ
„Þetta var dásamlegt, við voru svo svakalega stolt,“ segir Ásgeir Sveinsson en faðir hans, Sveinn Jóhann Þórðarson, var í gær sæmdur gullmerki UMFÍ fyrir störf sín í þágu ungmennafélagshreyfingarinnar. Sveinn fagnaði jafnframt 90 ára afmæli í gær.
12. desember 2017
Laufey segir mikinn kraft í HSH
„Það er kraftur í okkur og allt horfir til betri vegar hjá okkur. Við ætlum að rífa sambandið í gang fyrir allt íþróttafólkið okkar,“ segir Laufey Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH). Fyrsta þing HSH í tvö ár var haldið í gærkvöldi.
12. desember 2017
Rán sæmd starfsmerki UMFÍ
Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ.
11. desember 2017
Nú er hægt að sækja um styrki vegna náms í dönskum lýðháskólum
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) vegna náms í lýðháskóla í Danmörku á vorönn 2018. Opið er fyrir umsóknir til 10. janúar næstkomandi.
08. desember 2017
Forseti Íslands gisti að Laugum í Sælingsdal
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Elisa Reid, eiginkona hans, gistu og snæddu ásamt fylgdarliði sínu að Laugum í Sælingsdal þegar þau voru í opinbera heimsókn um Dalabyggð í vikunni. Anna Margrét Tómasdóttir, forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ sýndi Laugar.
05. desember 2017
Dagur sjálfboðaliðans: Börnin sjá að maður hefur áhuga
„Það getur verið mjög mikið að gera hjá mér. En þetta er skemmtilegt. Þegar elsti sonur minn byrjaði að æfa körfubolta fylgdi ég með. Það skiptir máli að börnin sjái að maður hefur áhuga á starfinu og hvetur þau áfram,“ segir Dagný Finnbjörnssdóttir í Hnífsdal.