Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

17. nóvember 2017

UMFÍ sækir upplýsingar úr sakaskrá

Sambandsaðilar UMFÍ geta haft samband við þjónustumiðstöð UMFÍ og leitað eftir því að UMFÍ fái sakavottorð þeirra sem sækja um störf hjá félaginu. Félög nokkurra sambandsaðila hafa þegar nýtt sér þennan möguleika.

16. nóvember 2017

Boðað til sambandsráðsfundar UMFÍ 13. janúar 2018

Á 50. sambandsþingi UMFÍ 14. - 15. október s.l. var samþykkt tillaga með miklum meirihluta greiddra atkvæða þess efnis að stjórn UMFÍ skoði að halda aukaþing. Stjórn UMFÍ hefur samþykkt að í stað aukaþings verði boðað til sambandsráðsfundar sem haldinn verður 13. janúar 2018.

14. nóvember 2017

Ert þú tómstundaleiðbeinandinn sem við leitum að?

UMFÍ leitar að hressum og orkumiklum tómstundaleiðbeinanda sem hefur ódrepandi áhuga á að vinna með 14 - 15 ára ungmennum frá janúar til maí árið 2018 í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum í Sælingsdal. Starfið felur í sér að leiðbeina á daginn og sjá um viðburði tvö kvöld í viku.

09. nóvember 2017

Vináttuverkefni Barnaheilla hlaut Hvatningarverðlaun Dags gegn einelti

Vináttuverkefni Barnaheilla hlaut hvatningarverðlaun Dags gegn eineltis 2017. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti verðlaunin í gær. Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla, og Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, tóku við verðlaununum.

08. nóvember 2017

8. nóvember er Dagurinn gegn einelti

Dagurinn gegn einelti er í dag, miðvikudaginn 8. nóvember. Þetta er sjöunda árið sem dagurinn er helgaður baráttunni gegn einelti. UMFÍ leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið með jákvæðum samskiptum.

08. nóvember 2017

Einar Haraldsson: Gott að vita af Æskulýðsvettvanginum

„Það skipti máli fyrir okkur í íþróttahreyfingunni að vita hvert við getum leitað þegar upp kemur vandamál eins og einelti. Það er frábært að UMFÍ hafi farveg eins og Æskulýðsvettvanginn fyrir okkur til að leita til,“ segir Einar Haraldsson hjá Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi.

06. nóvember 2017

Hvar ert þú á samfélagsmiðlum?

Ert þú á aldrinum 12 - 25 ára og notar samfélagsmiðla? Ef svo er þá þætti okkur hjá UMFÍ ákaflega gott ef þú gætir gefið þér um 5 mínútur til þess að svara suttri könnun um notkun samskiptamiðla.

06. nóvember 2017

Kjarni ungmennafélagsandans á vel við í íþróttum

„Ungmennafélög geta bætt siðferði í íþróttum,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann var í pallborði á ráðstefnunni Ríkir gott siðferði í íþróttum? sem haldin var í Háskóla Íslands á laugardag, 4. nóvember. Sabína Steinunn Halldórsdóttir fjallaði þar líka um verkefnið Sýnum karakter.

03. nóvember 2017

Stjórn UMFÍ skiptir með sér verkum

Ný stjórn UMFÍ hefur skipt með sér verkum. Haukur Valtýsson er formaður og Örn Guðnason varaformaður. Guðmundur Sigurbergsson er gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir ritari og Jóhann Steinar Ingimundarson formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ.