Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

14. febrúar 2018

Líf og fjör á íþrótta- og leikjadegi FÁÍA

„Þetta gekk allt saman mjög vel hjá okkur,“ segir Þórey S. Guðmundsdóttir, formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra (FÁÍA). Félagið var með Íþrótta- og leikjadag aldraðra í íþróttahúsi Seljaskóla í dag.

12. febrúar 2018

Blakið slær í gegn á Hvammstanga

Blakdeild Ungmennafélagsins Kormáks fékk í nóvember úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ 100.000 króna styrk til uppbyggingar blakíþróttar á sambandssvæði Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH). Sveinbjörg Grétarsdóttir segir það skipta miklu fyrir uppgang blaksins á Hvammstanga.

08. febrúar 2018

Íþróttaveisla í undirbúningi á Sauðárkróki

„Landsmótið á Sauðárkróki er eitt af þeim verkefnum sem ég er hvað spenntastur fyrir,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta UMFÍ. Hann hefur skipulagt mótin frá árinu 2004 og er um þessar mundir á fullu að undirbúa Landsmótið á Sauðárkróki í sumar.

06. febrúar 2018

Ungmennabúðir í Sælingsdal opnar til maíloka 2019

Anna Margrét Tómasdóttir er forstöðukona Ungmenna- og tómstundabúða UMFÍ á Laugum í Sælingsdal. Húsnæðið var selt í byrjun árs. UMFÍ er með samning um starfsemi búðanna til loka maí 2019. „Fólk stoppar mig úti á götu til að spyrja hvort við ætlum að starfa áfram,,“ segir Anna Margrét.

05. febrúar 2018

Nemendur HÍ áhugasamir um UMFÍ

Sextán nemendur Íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands komu ásamt einum kennara sínum í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ í Sigtúni í Reykjavík í dag. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ, tók á móti hópnum og fræddi gestina um sögu UMFÍ og það sem framundan er í starfseminni.

02. febrúar 2018

Nú er opið fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð

Búið er að opna fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð. Sjóðurinn er fyrir börn og ungmenni á frá 6 – 25 ára aldurs og ætlaður til þess að Auka möguleika æskulýðsfélaga og samtaka á að bjóða fjölbreyttari starfsemi fyrir félaga sína. Verkefni UMFÍ, sambandsaðila og Æskulýðsvettvangsins hafa fengið styrki.

02. febrúar 2018

Opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ

Nú er búið að opna yfir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir 1. apríl næstkomandi en úthlutun úr sjóðnum fer fram sem næst 1. maí.

02. febrúar 2018

Nú er hægt að sækja um styrki í Umhverfissjóð UMFÍ

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ. Sjóðurinn styrkir umhverfisverkefni félaga eða einstaklinga innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Umsóknir skulu berast á þar til gerðum umsóknareyðublöðum fyrir 15. apríl ár hvert.

01. febrúar 2018

Viðbragðsáætlun vakni grunur um brot innan félags

Kynferðisbrot líðast ekki innan félagasamtaka Æskulýðsvettvangsins. Allar tilkynningar um kynferðisbrot skal taka alvarlega og er óheimilt að afgreiða ætluð kynferðisbrot innan aðildarfélaga. Viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins hefur nú verið gefin út fyrir félagasamtök sem að honum standa.