Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

21. október 2023

Forseti Íslands: Ungmennafélögin lykilaðilar í lýðheilsu

Ungmennafélög geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, stuðlað að hollri hreyfingu og útivist, æfingum og keppni. „Aðgerðir á sviði lýðheilsu eiga að snúast um jákvæða hvata og heilbrigt sjálfstraust án alls metings og monts,‟ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

21. október 2023

Þrjú hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ

Hvatningarverðlaun UMFÍ voru veitt vegna sjálfboðaliða Tindastóls, verkefna Þróttar sem nær til nýrra markhópa og Special Olympics hjá Haukum. Ungmennasamband Skagafjarðar, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hljóta viðurkenningarnar. 

21. október 2023

Guðmundur og Haukur hlutu æðsta heiðursmerki UMFÍ

Þeir Guðmundur Kr. Jónsson og Haukur Valtýsson voru gerður að heiðursfélögum UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ í gærkvöldi. Heiðursfélagakross sem þeir fengu af tilefninu er æðsta heiðursmerki samtakanna.

21. október 2023

Fjórir heiðraðir með gullmerki UMFÍ

Þeim Hjörleifi Kr. Hjörleifssyni og Garðari Svanssyni, ásamt þeim Gissuri Jónssyni og Lárusi B. Lárussyni voru veitt gullmerki á sambandsþingi UMFÍ. 

21. október 2023

Íþróttahreyfingin á að vera í fararbroddi

„Íþróttahreyfingin á að vera í fararbroddi, stuðla að breytingum á vettvangi íþrótta,“ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Tímamót í íþróttahreyfingunni voru kjarninn í ávarpi sem hann flutti við setningu 53. Sambandsþings UMFÍ. 

20. október 2023

Sambandsþing UMFÍ um helgina

Metþátttaka er á sambandsþingi UMFÍ sem hefst í dag um mun standa yfir um helgina. Um 180 manns hafa boðað komu sína á setningu þingsins í kvöld. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, segir ljóst af þátttökunni að allir vilji vera með í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni.

18. október 2023

Ráðstefna um nýja stefnu í afreksíþróttum

Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga, boðar til ráðstefnu um áform um eflingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. 

12. október 2023

Þrettán í framboði til stjórnar UMFÍ

Jóhann Steinar Ingimundarson er einn í framboði til formanns á sambandsþingi UMFÍ síðar í mánuðinum. Á sama tíma eru þrettán í framboði um tíu sæti til stjórnar og varastjórnar UMFÍ.

10. október 2023

Ætlarðu að bjóða þig fram?

Við minnum á að frestur til að tilkynna framboð til stjórnar og varastjórnar UMFÍ rennur út í dag, þriðjudaginn 10. október.