Öllum flokkum
02. ágúst 2023
Hægt að hlaða 14 rafbíla í einu
„Fólk getur farið á tjaldstæði Unglingalandsmótsins strax í dag og byrjað að hlaða rafbílana sína. Þau þurfa aðeins viðeigandi millistykki og hala niður réttu appi,“ segir Gunnar Þór Gestsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS).
01. ágúst 2023
Búið að loka fyrir skráningu á Unglingalandsmót
Skráning hefur gengið vel á Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Opið hefur verið fyrir skráningu á mótið í júlí og rann út frestur til þess á miðnætti í gær.
01. ágúst 2023
Mótaskrá Unglingalandsmóts 2023 komin á netið
Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Þetta er skráin sem þátttakendur og gestir Unglingalandsmótsins geta haft gagn af að hafa í vasanum og símanum á meðan móti stendur. Í mótsskránni er dagskrá mótsins, upplýsingar um alla afþreyingu, opnar greinar sem ekki þarf að skrá sig í og alla þá viðburði sem boðið er upp á.
31. júlí 2023
Ætlarðu að keppa í folfi?
Frisbígolf er ein af greinunum sem keppt verður í á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Keppendur þurfa ekki að skrá sig fyrirfram í keppnina og er nóg að mæta á keppnisstað og taka þátt. Opið er fyrir skráningu á mótið til miðnættis í kvöld.
30. júlí 2023
Samkomutjöldin rísa á Sauðárkróki
Félagar úr Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og ungmennafélagar frá Neista á Hofsósi og Ungmennasambandi Skagafjarðar reistu á Sauðárkróki í dag tvö stærstu tjöldin sem einkenna Unglingalandsmót UMFÍ. Þetta eru skemmti- og samkomutjöld þar sem tónleikar fara fram á hverju kvöldi á meðan mótinu stendur um næstu verslunarmannahelgi.
26. júlí 2023
Hvað á liðið að heita?
Margir þátttakendur gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn á Unglingalandsmóti UMFÍ. Búningarnir geta verið af ýmsum toga og nöfnin í takt við það. Hér skoðum við nokkra flotta búninga frá síðustu mótum.
25. júlí 2023
Sandkastalar, blindrabolti og heilmikið fjör á Sauðárkróki
Heilmikið verður um að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina annað en keppni í íþróttum. Þar verður líka hægt að fara niður i fjöru og búa til sandkastala. Skóflur, fötur og allskonar áhöld verða á staðnum og eru allir velkomnir.
25. júlí 2023
Emmsjé Gauti, Guðrún Árný og margir fleiri á Unglingalandsmóti
Dagskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er afar fjölbreytt eins og alltaf. Alla dagana verður keppt í ýmsum íþróttagreinum og hægt að prófa og kynnast fjölmörgum nýjum. Auk íþrótta er boðið upp á heilmikla skemmti- og afþreyingadagskrá alla daga mótsins. Auk þess verða tónleikar á hverju kvöldi í risastóru samkomutjaldi á íþróttasvæðinu.
24. júlí 2023
Badminton LED í fyrsta sinn á Unglingalandsmóti
„Badminton LED er nýjung á Íslandi og verður hún prófuð í fyrsta sinn hér á landi á Unglingalandsmóti UMFÍ. Badminton LED er í raun badminton með LED-ljós í korkinum á flugunni. Síðan eru ljósin slökkt og þá sjá keppendur hvert andstæðingurinn slær flugunni.