Öllum flokkum
25. nóvember 2022
Helga Björg tekur við stýrinu hjá ÍBA
Helga Björg Ingvadóttir hefur verið ráðin tímabundið sem framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA). Helga kemur til starfa á næstu dögum. Ráðning er tímabundin vegna veikindaleyfis Helga Rúnars Bragasonar, framkvæmdastjóra ÍBA.
25. nóvember 2022
Ráðstefna á degi Sjálfboðaliðans
Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til ráðstefnunnar Alveg sjálfsagt – sjálfboðaliðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi á alþjóðlegum degi sjálfboðaliðans mánudaginn 5. desember kl. 12:00–15:45 á Hilton Reykjavík Nordica. Á ráðstefnunni verður fjallað um störf sjálfboðaliða og áskoranir.
22. nóvember 2022
Jóhann Steinar: Forvarnargildi íþrótta er ótvírætt
Yfir 60% barna í efstu bekkjum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu stunda íþróttir. Iðkendum líður almennt vel, ungir iðkendur eru ánægðir með félagið sitt. Ungir iðkendur telja þeir heilsu sína betri en jafningja sinna sem standa utan íþróttafélaga.
22. nóvember 2022
Nýir talsmenn barna á Alþingi
Undirritun yfirlýsingar talsmanna barna á Alþingi fór fram í Alþingishúsinu í dag. Þingmenn léku sér saman og hétu því að tala fyrir hagsmunum barna. UMFÍ stendur að yfirlýsingunni ásamt fleiri félagasamtökum. Ragnheiður Sigurðardóttir var fulltrúi UMFÍ á viðburðinum.
21. nóvember 2022
Elsa, Kristján, Stefán og Valdimar heiðruð með gullmerki
Elsa Jónsdóttir, Kristján Sveinbjörnsson, Stefán Konráðsson og Valdimar Gunnarsson voru öll heiðruð með gullmerki UMFÍ í 100 ára afmælisveislu Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK), sem haldið var á laugardag.
18. nóvember 2022
USAH fagnaði 110 ára afmæli
„Þetta gekk fínt og allir fóru út ánægðir,“ segir Snjólaug Jónsdóttir, formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga (USAH) en sambandið fagnaði 110 ára afmæli með glæsilegri veislu á Blönduósi í gær. Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, var á meðal gesta í afmælinu ásamt fulltrúum ÍSÍ og fleirum.
15. nóvember 2022
Hvar verður Landsmót UMFÍ 50+ sumarið 2024?
Landsmót UMFÍ 50+ er brakandi hresst mót sem haldið er árlega fyrir fólk yfir miðjum aldri. Mótið var haldið í Borgarnesi um Jónsmessuna í sumar og verður haldið í Stykkishólmi sumarið 2023. En hvar verður það sumarið 2024? Við leitum að næsta stað fyrir mótið.
14. nóvember 2022
Skólabúðir á Reykjum eru í sífelldri þróun
UMFÍ tók við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði með stuttum fyrirvara í haust. Bretta þurfti því upp ermar til að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á húsnæði Skólabúðanna. Mikil aðsókn er bæði í Skólabúðirnar á Reykjum og Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni. Færri komast að en vilja.
10. nóvember 2022
Íþróttahreyfingin tekur þátt í Heilbrigðisþingi
Fulltrúar íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar sitja og taka fullan þátt í Heilbrigðisþing sem stendur yfir i dag. Lýðheilsa er í forgrunni á þinginu þar sem áhersla er á allt það sem hægt að gera til að efla, vernda og viðhalda góðri heilsu.