Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

28. desember 2020

Sjálfboðaliðar endurnýja skíðasvæði Mývetninga

Félagar í Ungmennafélaginu Mývetningi lögðu hönd á plóg í byrjun vetrar og hófu að gera við skíðalyftu sem hafði legið óhreyfð í fimm ár. Markmiðið er að halda upp á 20 ára afmæli lyftunnar í vor. Allt verkið er unnið í sjálfboðavinnu.

27. desember 2020

Býr enn að leikgleði trúðanámskeiðsins á Grænlandi

Halla Hrund Logadóttir hefur farið vítt og breitt um heiminn og lært og starfað allt frá Afríku til Belgíu og Japan. Hún er í forsvari fyrir stuðningsnet kvenna og kennir við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum. Halla segir trúðanámskeið, sem hún stýrði fyrir UMFÍ, grunninn að mörgu sem hún gerir.

23. desember 2020

Ragnheiður frá UMFÍ í starfshópi um rafíþróttir

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem móta á stefnu um hvernig efla megi umgjörð rafíþrótta hér á landi. Til rafíþrótta teljast meðal annars skipulagðar keppnir í ýmiskonar tölvuleikjum. Í hópnum er Ragnheiður Sigurðardóttir fyrir hönd UMFÍ.

22. desember 2020

Ungmenna- og íþróttafélög styrkja Seyðfirðinga

Meistaraflokkur Ungmennafélagsins Einherja á Vopnafirði hélt bókauppboð og styrkir bæði Rauða krossinn og Björgunarsveitina Ísólf á Seyðisfirði. Bjartur Aðalbjörnsson segir marga hafa gefið sektarsjóðinn sinn. En Einherji hafi ekki átt neinn slíkan.

21. desember 2020

Kynntu næstu skref í stuðningi við íþróttafélög

„Það er svo mikilvægt að standa vörð um skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf með öllum ráðum, í því er fólginn lykillinn að lýðheilsu þjóðarinnar,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Frumvarp um greiðslur til íþrótta- og æskulýðsfélaga var samþykkt fyrir helgi. Ráðherrar kynntu næstu skref í dag.

18. desember 2020

Þróun á nýrri aðferðafræði í íþróttum fær stóran styrk

Nýtt þróunarverkefni á vegum Sýnum karakter hefur hlotið tæplega 30 milljón króna styrk úr Erasmus+ styrkjaáætlun Evrópusambandsins. Verkefnið snýst um að þjálfa fimm þætti í sálrænni og félagslegri færni barna og unglinga í íþróttum eins og þá líkamlegu.

18. desember 2020

Alþingi samþykkti frumvarp um greiðslur til íþróttafélaga

„Við erum að taka utan um íþróttalífið í landinu, sem gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki,‟ sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra á Alþingi í dag þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sínu þegar kosið var um frumvarp hans um greiðslur til íþróttafélaga vegna COVID-faraldursins.

18. desember 2020

Bjarni segir nýtt frumvarp bæta umhverfi almannaheillafélaga

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur miklar væntingar til frumvarps sem hann mælti nýlega fyrir á Alþingi um framlög einstaklinga og atvinnurekenda til almannaheillastarfsemi ásamt breytingum á sköttum og gjöldum. Hann sér fyrir sér að það geti stórbætt umhverfið, s.s. íþróttafélaga.

15. desember 2020

60 milljónir frá Íslenskum getraunum

Vegna mikillar þátttöku íslenskra tippara og góðrar afkomu á árinu 2020 hefur stjórn Íslenskra getrauna ákveðið að úthluta 50,3 milljónum króna styrk til afreksdeilda í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik. Að auk hefur verið ákveðið að úthluta 10 milljónum króna til söluhæstu félaganna.