Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

24. nóvember 2020

Gunnar Þór er nýr formaður Ungmennasambands Skagafjarðar

„Maður er farinn að sakna svolítið fólksins,‟ segir Gunnar Þór Gestsson sem var kjörinn formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) á ársþingi sambandsins í dag. Sara Gísladóttir kjörin varaformaður UMSS. Þingið fór fram á Microsoft Teams og var dagskráin að mestu hefðbundin.

20. nóvember 2020

Soffía: Ungmennaráð gefur ungu fólki tækifæri til þess að láta rödd sína heyrast

Soffía Meldal situr í Ungmennaráði UMFÍ. Hún var á meðal þeirra sem skrifuðu fyrstu skýrsluna um stöðu barna til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Í dag er af mæli Barnasáttmála SÞ. Hann var lögfestur hér á landi árið 2013. Soffía situr í mörgum ungmennaráðum og segir það gefa sér mikið.

18. nóvember 2020

Störf í boði hjá UMFÍ á Laugarvatni

Við leitum að starfsfólki í 100% starf frístundaleiðbeinanda og starfsmann í eldhús og ræstingar í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Umsóknarfrestur um starfið er til 1. desember næstkomandi.

18. nóvember 2020

Opnað fyrir styrki til fjölskyldna fyrir íþrótta- og tómstundastarf barna

„Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Ráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum.

18. nóvember 2020

Auður hjá UMFÍ: Hjálpar til að allir geti verið með

„Það er afar ánægjulegt að sjá stjórnvöld setja börn og ungmenni í fyrsta sætið,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Félagamálaráðuneytið opnaði í dag fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum.

18. nóvember 2020

Daði hjá HSH: Þörf á styrkjum til staðar

„Þörfin er svo sannarlega til staðar og hún mun aðeins aukast þegar fram í sækir. Tilfinning mín er sú að þessir styrkir muni nýtast vel,“ segir Daði Jörgensson, framkvæmdastjóri HSH á Snæfellsnesi, spurður álits um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum.

17. nóvember 2020

Ingvar hjá ÍBR: Við höfum áhyggjur af brottfalli úr íþróttum

Vísbendingar eru um að dregið hafi úr skráningum iðkenda í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Formaður ÍBR mælir með því að þjálfarar íþróttafélaga þjálfi börn á skólatíma. „Við  hjá ÍBR höfum verulegar áhyggjur af ástandinu,“ segir Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR.

17. nóvember 2020

Helgi hjá ÍBA: Dregið hefur úr skráningum iðkenda

„Ég fagna því að íþróttakennsla er að hefjast á ný. En ég hefði viljað sjá nemendur í framhaldsskólum geta byrjað að æfa aftur og hef áhyggjur af því að brottfall geti aukist, sérstaklega í þeim aldurshópi,“ segir Helgi Rúnar Bragason, framkvæmdastjóri ÍBA.

17. nóvember 2020

Börn beri ekki grímur á íþróttaæfingum

Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna í leik- og grunnskólum verður heimilt á ný um allt land á morgun, miðvikudaginn 18. nóvember. Slakað verður á grímuskyldu yngstu barna og kennara þeirra. Sundlaugar eru enn lokaðar og íþróttir fullorðna liggja niðri.