Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

16. október 2020

2 metra nándarmörk um allt land og ýmsar hertar aðgerðir

Heilbrigðisráðherra hefur birt ákvörðun sína um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október og gilda næstu 2-3 vikurnar. Þar á meðal er 2 metra nándarmörk um allt land, leyft að æfa og stunda íþróttir utan höfuðborgarsvæðis og grímuskylda víða.

09. október 2020

Ungt fólk getur haft áhrif hvar og hvenær sem er

Með virkri þátttöku í ráðum og nefndum innan skóla og félagasamtaka fær ungt fólk tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Ungt fólk hvetur stjórnendur og ráðamenn til að bjóða ungmennum oftar að ákvarðanaborðinu eða leita eftir skoðunum þeirra.

09. október 2020

Lögreglan varar íþróttahreyfinguna við svindlpóstum frá skúrkum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við auknum fjölda netglæpa gagnvart íþróttahreyfingunni. Til að koma í veg fyrir að fólk í íþróttahreyfingunni lendi í neti svindlara hefur lögreglan búið til yfirlit um helstu aðferðir þeirra ásamt því að taka saman ráð til að sporna við svindli.

08. október 2020

Almannavarnir mæla með því að æfingar allra falli niður á höfuðborgarsvæðinu

Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu  eiga að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og íþróttafélög innan borgarmarka að fresta keppnisferðum út á land frá 8.-19. október, samkvæmt því er fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

07. október 2020

Forvarnardagurinn: Hvetjum börn og ungmenni til þátttöku í skipulögðu starfi

„Mikilvægast er að finna það sem vekur áhuga hvers og eins. Hvetjum börn og ungmenni til virkrar þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í tilefni af Forvarnardeginum sem er í dag.

06. október 2020

Sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu loka 7. október

Vegna hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins ákveðið að loka öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu á morgun, frá og með miðvikudeginum 7. október.

06. október 2020

Hertar aðgerðir á íþróttastarfi taka gildi á höfuðborgarsvæðinu

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um hertar samkomutakmarkanir á höfuðborgarsvæðinu sem taka gildi 7. október. Íþróttir innandyra eru óheimilar og takmarkanir settar við íþróttum utandyra. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin.

04. október 2020

100 áhorfendur leyfðir á leikjum utandyra en engir innandyra

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjar reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólahaldi. Ýmsar takmarkanir eru á íþróttastarfi til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Hömlurnar ná ekki til leik- og grunnskóla og því getur starfsemi í Ungmennabúðum UMFÍ haldið áfram með óbreyttu fyrirkomulagi.

03. október 2020

Ungmennabúðir UMFÍ starfa með óbreyttu sniði þrátt fyrir hertar reglur

Hertar samfélagslegar aðgerðir yfirvalda til að sporna við útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu hafa ekki áhrif á starf í leik- og grunnskólum og verða Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni því áfram opnar og gengur starfið þar sinn vanagang.