Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

12. september 2020

Sjálfboðaliðar byggðu íþróttahús sem vekur eftirtekt

Ný viðbygging við íþróttahúsið á Egilsstöðum var opnað með formlegum hætti í dag. Íþróttafélagið Höttur byggði húsið í samvinnu við sveitarfélag Fljótdalshéraðs. Það er þúsund fermetrar að stærð og sérstaklega ætlað fyrir fimleika og frjálsar íþróttir.

11. september 2020

UMFÍ spennt fyrir verkefninu Allir með í Reykjanesbæ

„Við erum mjög spennt,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Ungmennafélag Íslands, Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag og Ungmennafélag Njarðvíkur taka þátt í samfélagsverkefninu Allir með! í Reykjanesbæ.

11. september 2020

Stjórn UMFÍ og Ungmennaráð UMFÍ funda saman í fyrsta sinn

Tímamót urðu í dag þegar Ungmennaráð UMFÍ og stjórn UMFÍ funduðu í fyrsta sinn saman. Mikil ánægja var með þennan sameiginlega fund. Á fundinum ræddu stjórn og Ungmennaráð á hreinskilin hátt um störf beggja og með hvaða hætti ungmennaráð og stjórnin geta unnið nánar saman í framtíðinni.

09. september 2020

40% afsláttur af flugfargjöldum með Loftbrú

Allir íbúar landsbyggðarinnar sem eiga lögheimili í 200-300 kílómetra akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu eiga þess frá og með deginum í dag að fá 40% afslátt af flugfargjöldum til höfuðborgarinnar. Ríkið niðurgreiðir flugfargjöldin. Verkefnið heitir Loftbrú.

08. september 2020

Elísa Viðarsdóttir: Hvetur annað íþróttafólk til að gefa ónotaða íþróttaskó

„Við áttum fullt af ónotuðum skóm og vildum halda boltanum á lofti sem Snorri Steinn kastaði í síðustu viku,“ segir knattspyrnukonan Elísa Viðarsdóttir, varnarmaður í meistaraflokki kvennaliðs Vals. Hún og liðsfélagar hennar hafa gefið um 30 pör af íþróttaskóm. Hún hvetur annað íþróttafólk til þess.

04. september 2020

Óttast að rekstur ungmenna- og íþróttafélaga verði þungur

Stjórn UMFÍ hefur sent frá sér ályktun þar sem ríki og sveitarfélög eru hvött til að styðja við skipulagt íþrótta- og æskulýðsstarf. Stjórnin hefur áhyggjur af erfiðari rekstrarskilyrðum sambandsaðila sinna og aðildarfélaga þeirra.

04. september 2020

Eins metra regla í stað tveggja metra

Sóttvarnaráðstafanir verða rýmkaðar frá og með mánudeginum 7. september næstkomandi. Þá mega 200 manns koma sam­an en áður máttu 100 manns koma sam­an. Eins verður tek­in upp eins metra regla í stað tveggja metra regl­unn­ar.

03. september 2020

Hvetur háskólanema til að sækja um í Íþróttasjóð

„Það er draumur minn að íþróttanefnd ríkisins styðji enn betur við grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar. Fræðslustarf og rannsóknir eru að mínu mati besti stuðningurinn við starfið,“ segir Soffía Ámundadóttir, formaður íþróttanefndar ríkisins. Búið er að opna fyrir umsóknir í Íþróttasjóð.

03. september 2020

Ríkið styrkir íþróttastarf um 150 milljónir

ÍSÍ tilkynnti í dag um greiðslu rúmlega 150 milljóna króna frá ríkinu til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps eða tekjufalls vegna viðburða sem hætt var við af völdum COVID-19 faraldursins í vor og sumar. Fulltrúi UMFÍ var í vinnuhópi um útdeilingu fjárins.