Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

17. júlí 2020

Fyrrverandi formaður Þróttar Vogum látinn

Baldvin Hróar Jónsson, fyrrverandi formaður ungmennafélagsins Þróttar Vogum, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 9. júlí síðastliðinn fertugur að aldri. Hann var jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju í dag, föstudaginn 17. júlí.

16. júlí 2020

Ráð í útivist með börnum

Fátt er skemmtilegra en að fara út í náttúruna með fjölskyldunni. Enda öllum hollt að njóta útiveru daglega. Heilinn græðir á því. Í Göngubók UMFÍ má finna ýmis góð ráð fyrir skemmtilegt sumar. Þar á meðal eru alls konar ráð í útivist með börnum.

10. júlí 2020

Ólafur endurkjörinn formaður UMFN

„Fundurinn var mjög fínn og mætingin þokkaleg miðað við hvað hann var haldinn seint inn í sumrinu og flestir komnir í frí,“ segir Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN). Aðalfundur féalgsins átti að fara fram í mars en var frestað til loka júní.

10. júlí 2020

Þátttökugjöld endurgreidd

Eins og landsmenn vita hefur Unglingalandsmóti UMFÍ sem fyrirhugað var að halda á Selfossi um verslunarmannahelgina verið frestað um ár. Um leið og það lá fyrir í gær hófst vinna við endurgreiðslu þátttökugjalda þeirra sem þegar höfðu skráð sig.

09. júlí 2020

Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár

„Fjöldi fólks hefur lagt mikið á sig og hlakkað til Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. En við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ.

04. júlí 2020

Besta göngubók UMFÍ í heimi komin út

„Þetta er algjörlega bók sumarsins. Geggjuð göngubók UMFÍ. Við tókum Göngubók UMFÍ í gegn, uppfærðum leiðir og kortin öll,“ segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ og ritstjóri Göngubókar UMFÍ. Nýjasta göngubók UMFÍ er komin út fyrir göngugarpa landsins.

30. júní 2020

Ánægjuvogin 2020: Skipulagt íþróttastarf er verndandi þáttur

Í skýrslu Ánægjuvogarinnar um íþróttir unglinga kemur skýrt fram að neysla allra vímuefna er mun ólíklegri á meðal unglinga í 8. - 10. bekk sem æfa íþróttir með íþróttafélagi en þeirra sem æfa ekki.

26. júní 2020

Sigurbjörg er samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs

„Ég er virkilega spennt fyrir þessu verkefni og öllu því sem leiðir til aukins öryggis og meiri ánægju iðkenda í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, sem nýverið var ráðin í starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

24. júní 2020

Lumarðu á sögu af Unglingalandsmóti?

Vinna er í fullum gangi á öllum póstum við undirbúning Unglingalandsmóts UMFÍ sem verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Þetta verður rosalega skemmtilegt mót! Við erum að leita eftir sögum af mótunum.