Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

14. apríl 2020

500 milljónir til íþrótta- og æskulýðsstarfs

500 milljónir króna renna til íþrótta- og æskulýðsstarfs til að mæta áhrifum COVID-19. „Það er mikilvægt að fjárveiting þessi skili sér hratt og vel út í samfélagið, svo hjólin haldi áfram að snúast og tjónið af núverandi aðstæðum verði sem minnst,‟ segir mennta- og menningarmálaráðherra.

12. apríl 2020

Nýtt tölublað Skinfaxa komið út

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarit UMFÍ, er komið út. Þetta er fyrsta tölublað ársins. Blaðið einkennist af fordæmalausum tímum, heimsfaraldri, ferðalagi innanhúss og aðdáunarverðu starfi stjórnenda í íþróttahreyfingunni við aðstæður sem enginn hefur áður upplifað.

06. apríl 2020

Lokað í Ungmennabúðum UMFÍ vegna samkomubanns

Lokað er í Ungmennabúðum UMFÍ nú á meðan samkomubann varir til að hefta mögulega útbreiðslu kórónaveirunnar. Af þeim sökum eru þar engir nemendur á meðan samkomubann er í gildi.

03. apríl 2020

Willum: Mikilvægt að verja íþróttastarfið

„Íþróttahreyfingin er í erfiðri stöðu eins og fjölmargir aðrir við þessar aðstæður og mikilvægt að verja starfið þar og störfin innan hennar. Við hugum að því með öllum ráðum,“ segir Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis.  Hann hvetur félögin til að nýta sér hlutagreiðsluleiðina.

03. apríl 2020

Tilmæli varðandi fyrirspurn um endurgreiðslu æfingagjalda

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna af völdum kórónafaraldursins, takmarkana á skólahaldi og samkomubanns sem veldur því að íþróttastarf liggur niðri hafa vaknað spurningar um endurgreiðslu æfingagjalda íþróttafélaga. ÍSÍ og UMFÍ hafa leitað ráðgjafar varðandi endurgreiðslu æfingagjalda.

02. apríl 2020

Kristrún er nýr framkvæmdastjóri Aftureldingar

Kristrún Kristjánsdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ungmennafélagsins Aftureldingar í stað Jóns Júlíusar Karlssonar sem mun í sumar taka við starfi framkvæmdastjóra Ungmennafélags Grindavíkur.

31. mars 2020

Munið að sækja um í sjóðum UMFÍ

Vakin er athygli á að nú styttist aldeilis í að frestur til að sækja um í tveimur sjóðum UMFÍ rennur út. Frestur til að sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ rennur út á morgun, 1. apríl. Enn er hægt að senda inn umsóknir í Umhverfissjóð UMFÍ en frestur til þess rennur út 15. apríl næstkomandi.

27. mars 2020

Við eigum öll að hlýða Víði!

„Við höfum fengið vísbendingar um að íþróttafólk félaga sé að stunda íþróttaæfingar úti þrátt fyrir strangt samkomubann. Það er ekki til fyrirmyndar. segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

26. mars 2020

Jónas hjá Völsungi:  Íþróttafélögin haldi iðkendum virkum

„Mikilvægasta hlutverk okkar er að halda iðkendum við efnið og í starfinu,“ segir Jónas  Halldór Friðriksson, framkvæmdastjóri Völsungs á Húsavík. Félagið hefur fellt niður 100 skipulagðar æfingar í viku og hefur það áhrif á 600 iðkendur í skipulögðu starfi. Hann segir mikilvægt að halda áfram.