Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

28. apríl 2020

UMFÍ frestar tveimur mótum

Stjórn UMFÍ hefur ákveðið að fresta Landsmóti UMFÍ 50+ og Íþróttaveislu UMFÍ sem halda átti í sumar. Nýjar dagsetningar verða tilkynntar um leið og þær liggja fyrir. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ, segir nauðsynlegt að fresta báðum mótunum til að tryggja öryggi þátttakenda.

27. apríl 2020

Starf Ungmennabúða UMFÍ á fullt skrið 4. maí

Starfsemi Ungmennabúða UMFÍ fer á fullt skrið þegar samkomubanni verður létt af skólastarfi 4. maí næstkomandi. UMFÍ átt í góðum samskiptum við yfirvöld og fundað með sóttvarnalækni og heilbrigðisyfirvöldum og er staðfest að starfsemi Ungmennabúða getur farið fram með eðlilegum hætti.

21. apríl 2020

Sigfús hjá TBR: Gefum öllum kost á aukaæfingum fram á sumarið

„Ég reikna með að flestir verði komnir með talsverða hreyfiþörf þegar við opnum aftur,“ segir Sigfús Ægir Árnason, framkvæmdastjóri Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur (TBR). Nokkrir stjórnendur í íþróttahreyfingunni voru spurðir út í samkomubannið og hvað tekur við. Svörin eru í Skinfaxa.

21. apríl 2020

Íþróttastarfið aftur í gang 4. maí

Íþróttastarf um 70.000 grunnskólabarna fer aftur í gang 4. maí. Fullorðnir geta farið á æfingar en þurfa að lúta skilyrðum, samkvæmt breytinga á samkomubanni sem heilbrigðisráðherra birti í dag. „Þetta er framar okkar vonum,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ.

20. apríl 2020

Starf skerðist hjá nærri öllu starfsfólki

Um fjórðungur starfsfólks Ungmennafélags Selfoss fer á hlutagreiðslur. Þjálfararnir eru hugmyndaríkir og halda iðkendum virkum með æfingum sem þeir fá með ýmsum hætti, segir Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins.

20. apríl 2020

Fólk getur slegið heimsmet heima hjá sér

Miðvikudaginn 22.apríl klukkan 12:30 geta börn á Íslandi tekið þátt í því að slá heimsmet með börnum um allan heim. Viðburðurinn er haldinn af systursamtökum UMFÍ í Póllandi sem heita V4sport og í samstarfi við ISCA (International Sport and Culture Association) sem UMFÍ er aðili að.

17. apríl 2020

UMSS er 110 ára í dag

„Þetta eru skrýtnir tímar. Við ætluðum að hafa veglegt ársþing í apríl, bjóða upp á þriggja rétta veislu með ljúffengu kjöti úr Skagafirði fyrir hátt í 90 manns, þingfulltrúa, gesti og fleiri. Þetta átti að vera stórt þing, það hundraðasta að viðbættu afmælinu. En ætli við gerum nokkuð fyrr en í hau

16. apríl 2020

Breyttir tímar kalla á fjarfundi

Félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir um heim allan hvetja nú starfsfólk sitt til þess að breyta vinnuhögum sínum og vinna til skiptis á skrifstofu og heima hjá sér til að hindra frekari útbreiðslu kórónaveirunnar sem veldur COVID-19.

15. apríl 2020

Vigdís Finnbogadóttir 90 ára

Afmælisbarn dagsins er tvímælalaust Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Hún fagnar í dag 90 ára afmæli. Vigdís hefur ávallt verið dyggur stuðningsmaður UMFÍ og heiðraði í forsetatíð sinni landsmót UMFÍ. UMFÍ óskar henni til hamingju með daginn.