Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

28. maí 2019

Staða samskiptaráðgjafa orðið að veruleika

Frumvarp mennta- og menningarmálaráðherra um starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er orðið að lögum. Í ákvæði til bráðabirgða með lögunum segir að ráðherra sé nú heimilt að útvista starfinu til þriðja aðila, auglýsa það og ráða í starfið til fimm ára í senn.

27. maí 2019

Allir eru með í Hreyfiviku UMFÍ

„Borgfirðingar taka alltaf þátt í Hreyfiviku UMFÍ. Við leggjum okkur líka fram um að bjóða öllum að vera með, bæði börnum og fullorðnum,“ segir Sigurður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar. Hreyfivika UMFÍ hefst í dag áttunda árið í röð.

23. maí 2019

Fundur um þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi

ÍSÍ og UMFÍ standa saman að opnum fundi þar sem rætt verður um það hvernig gengur að fjölga börnum og ungmennum af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Ragnheiður Sigurðardóttir segir gögn benda til að í þeim hópi séu færri börn. Á fundinum verður rætt um stöðu mála.

23. maí 2019

Mikilvægt að byggja brýr til að ná betur til erlends fólks

„Það er ekki nóg að þýða bæklinga á erlend tungumál. Við fengum til liðs við okkur pólska konu til að tala við fólk sem hefur flutt hingað frá Póllandi. Nú hefur iðkendum fjölgað í okkar deild,“ segja þær Þórey Guðný Marinósdóttir og Margrét Sigurvinsdóttir.

21. maí 2019

Soffía vill hækka framlög til Íþróttasjóðs

Soffía Ámundadóttir er önnur konan til að setjast í stól formanns íþróttanefndar ríkisins. Hún segir mikilvægt að setja kraft í umræðuna um kynjajafnrétti í íþróttum og vill auka fjárframlög til íþróttamála.

17. maí 2019

Opið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið verður í Neskaupstað dagana 28.-30. júní. Á meðal greina sem boðið er upp á er boccía, sem nýtur gríðarlegra vinsælda, pönnukökubakstur sem enginn vill missa af og stígvélakast.

17. maí 2019

Til hamingju með daginn Íþróttasamband fatlaðra

Íþróttasamband fatlaðra fagnar 40 ára afmæli í dag en það var stofnað á þessum degi árið 1979. UMFÍ óskar sambandinu til hamingju með daginn. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa er fjallað um heimsleika Special Olympics og rætt við þau Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur og Jónas Sigursteinsson um leikana.

17. maí 2019

Unified íþróttir styrkja samband beggja íþróttamanna

„Unified-íþróttir, þar sem fatlaðir og ófatlaðir æfa og keppa saman, eru það sem koma skal í minni byggðarlögum,“ segir Jónas Sigursteinsson, íþróttakennari og þjálfari tveggja keppenda sem fóru á heimsleika Special Olympics. Íþróttasamband fatlaðra fagnaði 40 ára afmæli í föstudag.

15. maí 2019

Ertu 13-16 ára og vilt sitja þingfund á Alþingi 17. júní?

Fyrirhugað er að halda þingfund 13-16 ára ungmenna á Alþingi 17. júní. Gert er ráð fyrir að 70 ungmenni af öllu landinu taki þátt. Þingfundurinn verður í beinni útsendingu á RÚV og vef Alþingis. UMFÍ hvetur ungt fólk til að sækja um og ungmennaráð til að senda umsókn.