Allar fréttir
14. maí 2019
Alexandra er nýr verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ
Selfyssingurinn Alexandra Björg Ægisdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ. Hún æfði fimleika í æsku og keppti í hestaíþróttum. Alexandra hvetur Sunnlendinga til að standa fyrir viðburðum og hreyfa við öðrum í Hreyfivikunni.
14. maí 2019
Andlegi þátturinn skiptir miklu máli í daglegu lífi og íþróttum
Er íþróttafólk fæddir snillingar eða er árangur í íþróttum og í daglegu lífi lærður eiginleiki? Þessari spurningur velti upp Robert Weinberg, prófessor við Miami-háskóla í Oxford í Ohio í Bandaríkjunum, í fyrirlestri sem hann hélt í Háskólanum í Reykjavík í gær.
10. maí 2019
Gísli ráðinn verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ
„Ég hef skipulagt mikið af stórum veislum en ekkert í líkingu við þetta. Þess vegna er gott að hafa á bak við mig stóran hóp á Höfn sem þekkir vel til mótahalds af þessari stærðargráðu,“ segir Gísli Vilhjálmsson. Hann hefur verið ráðinn verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ á Höfn í Hornafirði.
10. maí 2019
Þorbjörg segir marga spennta fyrir Landsmóti UMFÍ 50+
„Ég var mjög ánægð eftir fundinn í Neskaupstað. Margir mættu, bæði langt undir fimmtugu og yfir áttrætt. Um 30 manns skráði sig sem sjálfboðaliða og aðrir ætla að taka þátt,“ segir Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, keppnisstjóri á Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið verður í Neskaupstað í lok júní.
09. maí 2019
Hornfirðingar í góðum gír að undirbúa Unglingalandsmót UMFÍ
„Undirbúningur Unglingalandsmóts UMFÍ gengur mjög vel. Við höfum verið dugleg að hittast og erum vel mönnum með minnst tvo í hverju teymi. En við þurfum alltaf fleiri sjálfboðaliða til að hjálpa til við mótið,“ segir Jóhanna Íris Ingólfsdóttir, formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ).
08. maí 2019
Opnir íbúafundir vegna móta UMFÍ á Höfn og í Neskaupstað
UMFÍ, sambandsaðilar og sveitarfélög sem vinna að undirbúningi Landsmóts UMFÍ 50+ og Unglingalandsmóts UMFÍ í sumar standa fyrir opnum íbúafundum á Höfn á Hornafirði og í Neskaupstað á morgun. Á báðum fundum verður farið yfir dagskrá mótanna og því sem framundan er.
07. maí 2019
Fyrsta tölublað Skinfaxa 2019 komið út
Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, er komið út. Þetta er fyrsta tölublað ársins. Blaðið er eins og alltaf stútfullt að viðtölum og fróðlegum greinum um ýmislegt sem tengist ungmennafélagshreyfingunni. Í blaðinu er viðtal við Ólaf í Rafíþróttasamtökum Íslands, Olgu í Gerplu og marga fleiri.
07. maí 2019
Lilja lýsir yfir ánægju með ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði sem haldin var í Borgarnesi í apríl tókst afar vel. UMFÍ hefur búið til fjögur myndbönd sem tekin voru á ráðstefnunni og endurspegla þau samvinnuna og gleðina sem ríkti alla dagana á meðan ráðstefnan fór fram. Hægt er að skoða fjölda mynda frá ráðstefnunni.
06. maí 2019
Formaður UMFÍ segir samvinnu skila góðum árangri
„Ljóst er af nýrri íþróttastefnu að bjart er framundan í íþróttamálum á Íslandi. En við megum samt ekki sofna á verðinum enda víða erlendis horft til Íslands í mörgum málum,“ sagði Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, í ávarpi sem hann hélt á Íþróttaþingi ÍSÍ um helgina.