Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

13. júní 2018

Námslína fyrir stjórnendur í þriðja geiranum aftur í boði í haust

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík býður á ný upp á námslínuna Stjórnendur í þriðja geiranum – frjáls félagasamtök og sjálfseignastofnanir. Boðið var upp á námslínuna í fyrsta sinn í fyrrahaust. Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi UMFÍ, segir námið afar gagnlegt.

11. júní 2018

Keppt í sumarbiathloni í fyrsta sinn á Íslandi

„Það hefur aldrei verið keppt áður í þessari grein á Íslandi. En hún er frábær og mikilvægt að kynna hana fyrir fólki sem hefur gaman af íþróttum,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK. UMSK stendur fyrir kynningu á greininni alla miðvikudaga fram að Landsmótinu í júlí.

07. júní 2018

Pálína Ósk ráðin verkefnastjóri Landsmótsins á Sauðárkróki

„Landsmótið leggst heldur betur vel í mig. Það er mikil stemning hjá heimamönnum og virkilega gaman að vinna með svona fjölbreytta og skemmtilega dagskrá,“ segir Pálína Ósk Hraundal. Hún hefur verið ráðin einn af tveimur verkefnastjórum Landsmótsins sem verður í júlí.

06. júní 2018

Telur lukkudýrin gera mikið gagn

Tími lifandi lukkudýra er sennilega liðinn. Grafíski hönnuðurinn og markaðsfræðingurinn Jóhann Waage hefur hannað flest lukkudýr og merki ungmenna- og íþróttafélaga landsins. Hann segir góð lukkudýr bæði gagnast í fjáröflunarskyni og geti þau hvatt til íþróttaiðkunar barna.

03. júní 2018

Hreyfingin dregur úr kyrrsetu

„Mér finnst fátt skemmtilegra en að taka þátt í íþróttum og hreyfingu með vinum mínum,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri Hreyfiviku UMFÍ sem hófst sl. mánudag og lýkur í dag, 3. júní. Sabína ræddi um Hreyfivikuna í viðtali við Morgunblaðið nú um helgina.

01. júní 2018

Brenniboltinn slær í gegn

Björg Inga Erlendsdóttir keppti í glímu á Unglingalandsmóti UMFÍ í Vík fyrir 13 árum. Nú snýr hún aftur á mót UMFÍ til að keppa í brennibolta. Brennibolti er þegar orðinn með vinsælustu greinunum á Landsmótinu og fjöldi fólks þegar búinn að skrá sig í hann.

30. maí 2018

Landsmótið er íþróttaveisla fyrir alla 18 ára og eldri

„Landsmótið í Skagafirði í sumar er hlaðborð fyrir íþróttafólk, íþróttaveisla fyrir alla 18 ára og eldri sem vilja keppa eða prófa nýjar íþróttagreinar,“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Hún og Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, voru tekin tali á sjónvarpsstöðinni N4 á dögunum.

30. maí 2018

UMSK gaf hverfafélögum fótboltavelli

Ungmennasamband Kjalarnesþings (UMSK) gaf í dag hverfafélögum innan sambandsins pannavelli til afnota. Þetta eru litlir átthyrndir fótboltavellir þar sem leikið er einn á móti einum. Vellirnir voru afhentir stjórn og stjórnendum aðildarfélaga UMSK í Fífunni hjá Breiðabliki í Kópavogi í dag.

29. maí 2018

Jón Jónsson og Frikki Dór nota Hreyfibingó UMFÍ

„Hreyfibingóið var dásamlegt. Það er gaman að hvetja fólk til að hreyfa sig,“ segir Jón Jónsson tónlistarmaður. Hann og Friðrik Dór bróðir hans og vinir þeirra notuðu Hreyfibingó UMFÍ þegar þeir tóku á því í ræktinni í Kaplakrika í gær.