Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

26. september 2018

Efnt er til blaðamannafundar

UMFÍ og ÍSÍ boða til blaðamannafundar fimmtudaginn 27. september kl. 12:15 – 13:00 í Valsheimilinu í Reykjavík í tengslum við verkefnið, Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

25. september 2018

Tilmæli Persónuverndar til leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga

Miðlun persónuupplýsinga um börn í gegnum samfélagsmiðla, svo sem Facebook, telst til vinnslu persónuupplýsinga sem fellur undir gildissvið laga um Persónuvernd. Í þessu samhengi er vert að árétta að ljósmyndir af einstaklingum teljast almennt til persónuupplýsinga.

25. september 2018

Ertu búin/n að senda inn umsókn í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ?

UMFÍ minnir á að opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til og með miðnættis 1. október. Umsóknir á þar til gerðu eyðublaði þurfa að berast fyrir þann tíma en úthlutun úr sjóðnum fer fram 1. nóvember næstkomandi.

24. september 2018

Mót UMFÍ hafa góð áhrif á bæjarfélög

Samfélagsleg áhrif Unglingalandsmóts UMFÍ eru jákvæð þar sem þau eru haldin, fjölbreytni í íþróttaiðkun aukist og styrkt ferðaþjónustuna. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í lokaritgerð Sindra Snæs Þorsteinssonar í ferðamálafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

24. september 2018

Stórt skref í jafnréttismálum hjá körfuknattleiksdeild Skallagríms

Körfuknattleiksdeild Skallagríms í Borgarfirði hefur ákveðið að skipta styrktarfjármagni jafnt á milli karla- og kvennaliða. María Júlía Jónsdóttir, sambandsstjóri UMSB, lýst vel á fyrirkomulagið og segist binda vonir við að þetta verðir öðrum félögum til eftirbreytni.

21. september 2018

Hvar verða Unglingalandsmót UMFÍ 2021 og 2022?

Stjórn UMFÍ óskar eftir umsóknum frá sambandsaðilum UMFÍ um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 24. Unglingalandsmóts UMFÍ 2021 og 25. Unglingalandsmóts UMFÍ 2022.

18. september 2018

Skyndiákvörðun sem breytti lífi Tómasar

Tónlistarmaðurinn Tómas Guðmundsson ákvað í bríaríi að skella sér í lýðháskóla á Sjálandi í Danmörku. Hann segist hafa lært mest á því að búa með öðrum sem séu í skóla til að læra um hugðarefni sín.

18. september 2018

Námskeið fyrir fólk í félagastjórnum

Starfar þú í stjórn einhverra félagasamtaka eða hefur áhuga á því en veist ekki alveg hvað starfið felur í sér? Ef svo er þá hvetur UMFÍ þig til þess að nýta þér þetta námskeið.

18. september 2018

Tveir nýir framkvæmdastjórar aðildarfélaga UMFÍ

Hanna Carla Jóhansdóttir og Jónas Halldór Friðriksson hafa nýverið tekið við störfum sem framkvæmdastjórar hjá aðildarfélögum UMFÍ. Hanna Carla er nýr framkvæmdastjóri HK í Kópavogi en Jónas Halldór hjá Völsungi á Húsavík.