Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

17. október 2018

Til hamingju Guðbjörg!

Guðbjörg Jóna Bjarna­dótt­ir náði þeim glæsilega árangri í gærkvöldi að verða ólymp­íu­meist­ari ung­menna í 200 metra hlaupi í Buenos Aires í Argentínu. UMFÍ óskar Guðbjörgu til hamingju með árangurinn á mótinu.

12. október 2018

Hvað er kynlíf og af hverju stundar fólk það?

Sextán ungmenni hvaðanæva að frá landinu hittust í þjónustumiðstöð UMFÍ síðdegis í dag og hlustuðu á kynfræðslu á vegum Ástráðs, félags læknanema. Fræðslan er liður í skemmtisólarhring Ungmennaráðs UMFÍ fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára.

05. október 2018

Allt á fullu fyrir mót UMFÍ árið 2019

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Landsmót UMFÍ 50+ og Unglingalandsmót UMFÍ á næsta ári. Landsmót UMFÍ 50+ verður í Neskaupstað dagana 28. – 30. júní 2019 og Unglingalandsmótið 1. – 4. ágúst 2019 á Höfn í Hornafirði.

03. október 2018

Forvarnir virka best með fleiri gæðastundum fjölskyldunnar

Hinn árlegi Forvarnardagur fór fram í dag. Við það tækifæri heimsótti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nemendur við Menntaskólann í Harmahlíð og grunnskóla Grindavíkur og ræddi við þau um forvarnir. Nemendur í Grindavík mæla með því að fjölga gæðastundum fjölskyldunnar.

02. október 2018

Forsetinn og borgarstjóri ræddu um rafrettur og skaða lyfseðilsskyldra lyfja

Daglegar rafrettureykingar nemenda í 8. - 10. bekk grunnskólum á Íslandi hafa aukist um 200% á síðastliðnum tveimur árum og hafa nú þrefalt fleiri nemendur í þessum bekkjum notað rafrettur daglega. Nemendur í bekkjunum eru frá 13 til 16 ára.

01. október 2018

Fjölnir bætir við sig hokkídeild og listskautadeild

Á framhaldsaðalfundi Skautafélagsins Bjarnarins hefur verið samþykkt að ungmennafélagið Fjölnir taki yfir alla starfsemi frá deginum í dag. Í kjölfarið verða stofnaðar tvær deildir innan Fjölnis, hokkídeild og listskautadeild sem taka við starfi Bjarnarins.

28. september 2018

Foreldrar eignast nýja vini í gegnum íþróttir barnanna

Þau Samar E. Zahida, taekwondokona úr Ármanni, og körfuboltamaðurinn Maciej Baginski úr Njarðvík, mæla bæði með því að foreldrar barna af erlendum uppruna skrái börn sín í íþróttir. Þau segja íþróttina hafa bætt þau mikið ekki síður en foreldrana sem hafi ferðast með þeim víða og eignast nýja vini.

28. september 2018

Bergrún ætlar að prófa allskonar íþróttir á Paralympic-deginum

„Mér finnst gaman að prófa ýmsar íþróttir og hef þess vegna farið nokkrum sinnum á Paralympic-daginn,“ segir frjálsíþróttakonan Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir. Paralympic-dagurinn er á laugardag, 29. september frá klukkan 13:00 - 16:00. Þar fær fólk tækifæri til að prófa allskonar íþróttir.

27. september 2018

Fimm félög fengu styrk til að fjölga börnum erlendra foreldra í íþróttum

„Það er lofsvert að vekja athygli á börnum með annað móðurmál en íslensku. Ég er virkilega ánægð með þetta framtak,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, um verkefnið Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi sem kynnt var í dag.