Allar fréttir
08. febrúar 2021
Dagatal um COVID-faraldurinn
COVID-faraldurinn hefur sett mark sitt á íþróttastarf í ár. Vinnumálastofnun opnaði nýverið fyrir umsóknir fyrir endurgreiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna til að draga úr neikvæðum áhrifum á íþróttastarfið vegna faraldursins. Hér eru dagsetningar til að styðjast við í umsóknarferlinu.
08. febrúar 2021
Nemendur við Grundaskóla fengu loksins verðlaunin frá í fyrra
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti í morgun nemendum við Grundaskóla á Akranesi ávísun upp á 50.000 krónur sem skólinn hlaut í brenniboltaáskorun Hreyfiviku UMFÍ og Kristals í í fyrra. Stefnt er að því að gefa ÍA ávísunina til að gera fleirum kleift að stunda íþróttir.
05. febrúar 2021
Ráðherra semur við Rafíþróttasamtökin um þjálfaranámskeið í rafíþróttum
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur undirritað samning við Rafíþróttasamtök Íslands um þjálfaranámskeið í rafíþróttum fyrir fólk í atvinnuleit. Um 20 rafíþróttadeildir hafa verið stofnaðar hjá fjölda íþrótta- og ungmennafélaga síðustu misserin.
02. febrúar 2021
Birta hjá ÍBR: Við viljum fá ofbeldið upp á yfirborðið
„Fatlað íþróttafólk eru oftar þolendur kynferðislegs ofbeldis og áreitni en aðrir. Líka hinsegin og kynsegin íþróttafólk, fólk af erlendum uppruna og afreksíþróttafólk,“ segir Birta Björnsdóttir hjá ÍBR. Hún verður með erindi um ofbeldi og áreitni á RIG-ráðstefnu fimmtudaginn 4. febrúar.
29. janúar 2021
Allir geta tekið þátt í að móta nýja Æskulýðsstefnu
Drög að nýrri Æskulýðsstefnu hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir geta tekið þátt í mótun stefnunnar. Tilefni stefnumótunarinnar er aukin krafa um gæði og öryggi í skipulögðu félags- og tómstundastarfi. UMFÍ mælir með að sem flestir sambandsaðilar taki þátt í mótun hennar.
29. janúar 2021
Opnað fyrir umsóknir um endurgreiðslu íþróttafélaga
Vinnumálastofnun hefur opnað fyrir umsóknir vegna endurgreiðslu launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs. UMFÍ hvetur sambandsaðila og aðildarfélög þeirra til að kynna sér málið og nýta sér úrræðið enda er markmið endurgreiðslunnar að draga úr röskun á íþróttastarfi.
27. janúar 2021
Opið fyrir umsóknir í Ungmennabúðir UMFÍ á Laugarvatni
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um dvöl nemenda 9. bekkjar grunnskóla í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni fyrir skólaárið 2021-2022. Markmiðið með dvöl þar er að styrkja félagsfærni ungmenna, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og styðja heilbrigðan lífsstíl.
26. janúar 2021
Sigrún Sjöfn: Íþrótta- og tómstundastyrkir fyrir börn sem geta ekki stundað áhugamál sitt
„Ég er mjög spennt fyrir þessu verkefni og bind vonir við og vil trúa að það komi að notum fyrir efnaminni fjölskyldur,“ segir körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, sem ráðin hefur verið til að hafa umsjón með sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum sem börn af efnaminni heimilum eiga rétt á.
25. janúar 2021
Sportabler og Nóri sameinast í einstökum hugbúnaði
Nórakerfið og Sportabler hafa verið sameinuð í einu fyrirtæki. „Við höfum verið að færa stjórnendum íþróttafélaganna þessar fréttir og fengið gríðarlega góð viðbrögð. Stjórnendur félaganna eru líka mjög sáttir við að fá eitt gott kerfi,“ segir Markús Máni, framkvæmdastjóri Sportabler.