Allar fréttir
22. janúar 2021
Jóhann Steinar tekur við sem varaformaður UMFÍ
„Við höfum frá upphafi skipt með okkur verkum í stjórninni og vinnum afar vel saman. Þegar ný stjórn tók við haustið 2019 ákváðum við Jóhann að hafa sætaskipti um mitt tímabil,“ segir Ragnheiður Högnadóttir fráfarandi varaformaður UMFÍ. Hún hefur nú sætaskipti við Jóhann Steinar Ingimundarson.
21. janúar 2021
Guðríður hjá HSK: Gott að styðja við félögin
„Við erum mjög ánægð að geta greitt arðinn út til aðildarfélaganna. Þetta sýnir að íþróttahreyfingin er vel rekin og gott að nýta hann til að styðja við félögin,“ segir Guðríður Aadnegard, formaður HSK. Stjórn sambandsins greiðir aðildarfélögum HSK 2,2 milljónir króna aukalega.
18. janúar 2021
Styrkir til æskulýðsfélaga vegna áhrifa COVID-19
Stjórnvöld ætla að úthluta 50 milljónum króna til sértækra aðgerða til að að styðja við starf æskulýðsfélaga sem raskast hefur verulega vegna afleiðinga sóttvarnaráðstafana COVID-19 frá 1. júní 2020. Búið er að opna fyrir umsóknir um styrki vegna tekjutaps æskulýðsfélaga.
18. janúar 2021
Æskulýðsvettvangurinn: Vitundarvakning um neteinelti
Æskulýðsvettvangurinn hefur sett af stað vitundarvakningu um neteinelti meðal barna og ungmenna. Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra vettvangsins, segir mikla þörf á því að opna umræðuna um einelti á netinu. „Við viljum vekja börn og ungmenni til umhugsunar um hegðun þeirra á netinu,“ segir hún.
15. janúar 2021
Dreifið upplýsingum um íþrótta- og tómstundastyrki með UMFÍ
UMFÍ vekur sérstaka athygli á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Markmiðið er að jafna tækifæri barnanna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. UMFÍ hvetur því sambandsaðila og aðildarfélög þeirra til að vekja athygli á málinu.
13. janúar 2021
Sveifla í skráningum iðkenda eftir landssvæðum
Dregið hefur úr þátttöku barna 10 ára og eldri í skipulögðu íþróttastarfi hér á landi. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, segir stöðuna misjafna eftir aldri iðkenda og landssvæðum. Hún telur líka mögulegt að íþróttafélög eigi eftir að skrá iðkendur.
12. janúar 2021
Líf og fjör á ný í Ungmennabúðum UMFÍ
„Ég hlakka mikið til að taka á móti þessum fyrsta nemendahópi á nýja árinu,“ segir Jörgen Nilsson, forstöðumaður Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni. Starfsemin hefur að mestu legið niðri vegna COVID. Tilslökun á samkomutakmörkunum skilar því að nemendur grunnskóla koma nú aftur í Ungmennabúðirnar.
11. janúar 2021
Allir geta sett mark sitt á Æskulýðsstefnuna
Drög að nýrri Æskulýðsstefnu til ársins 2030 hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir geta tekið þátt í mótun stefnunnar og sent inn umsögn um hana.
11. janúar 2021
Bjarki hjá HSV: Gleðiefni að ungt fólk getur byrjað að æfa á ný
„Nú er loks farið að birta aftur til og það er gleðiefni,“ segir Bjarki Stefánsson, framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfirðinga (HSV). Á miðvikudag mun íþróttastarf allra hefjast að nýju, bæði æfingar og keppni. Áhorfendur fá eftir sem áður ekki að fylgjast með æfingum og leikjum.