Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

30. október 2020

UMFÍ gefur út ítarlegt minnisblað um áhrif COVID á íþróttastarf og tillögur

Stjórnendur innan UMFÍ segja faraldurinn hafa neikvæð áhrif á íþróttastarf. Áhyggjur eru af fækkun barna í skipulögðu starfi. UMFÍ hefur af þeim sökum tekið saman minnisblað með yfirliti um áhrifin og helstu áskoranir ásamt tillögum að því sem þarf að gera. Stjórnvöld eru með tillögurnar.

30. október 2020

Íþróttastarf fellur niður og sundlaugar loka til 17. nóvember

Íþróttastarf verður óheimilt og sundlaugum lokað um allt land næstu 2-3 vikurnar eða til 17. nóvember, samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Forsætisráðherra segir smit í samfélaginu enn mjög mikið.

29. október 2020

Sambandsráðsfundur UMFÍ í fyrsta sinn með rafrænum hætti

Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir viðbúið að COVID-19 muni lita allt íþrótta- og æskulýðsstarf fram á næsta ár. Sambandsráðsfundur UMFÍ fer fram síðdegis í dag. Fundurinn verður í fyrsta sinn haldinn með rafrænum hætti og munu tæplega 60 fulltrúar UMFÍ sitja hann. Kosið verður á netinu.

29. október 2020

UÍA og íþróttafélagið Höttur fá Hvatningarverðlaun UMFÍ

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands (UÍA) hlaut í dag hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir vel heppnað nýtt íþróttahús Íþróttafélagsins Hattar á Egilsstöðum. Sprettur sporlangi afhengi Davíð Þór Sigurðarsyni, formanni Hattar, verðlaunin á rafrænum sambandsráðsfundi UMFÍ sem fram fór á Netinu í dag.

29. október 2020

Haukur Valtýsson: Búumst við því að veiran trufli okkur fram á næsta ár

„COVID-faraldurinn hefur truflað allt íþrótta- og æskulýðsstarf á árinu. Þessi veira er óútreiknanleg. En við þurfum því miður að búast við því að þessi veirufjári geti truflað líf okkar fram á næsta ár,“ segir Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ. Hann hélt ávarp á sambandsráðsfundi UMFÍ.

28. október 2020

Kolbrún hvetur fólk til að hvetja aðra

„Ég fékk hugmyndina þegar ég var að vinna úti í garði með manninum mínum í síðustu viku. Þetta er algjörlega rétti tíminn til að skora á aðra að hreyfa sig og huga að andlegu og líkamlegu heilbrigði síns og annarra,“ segir Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, forsprakki átaksverkefnisins #HVETJA.

24. október 2020

Kári hjá Gróttu: Leikmenn biðu spenntir eftir því að æfa aftur

Leikmenn Gróttu voru orðnir spenntir fyrir því að fá að hittast aftur á parketinu. Þeir fögnuðu þegar ákveðið var á miðvikudag að æfingar meistaraflokka og afreksfólks máttu hefjast að nýju í vikunni. Kári Garðarsson hjá Gróttu bíður eftir því að sjá alla aldurshópa æfa að nýju.

21. október 2020

Æfingar meistaraflokka og afreksíþróttafólks leyfðar á höfuðborgarsvæðinu

Ákveðið var á fundi með öllum sviðsstjórum íþrótta- og tómstundasviða sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í dag (21. október) að meistaraflokkar og afreksíþróttafólk geti hafið æfingar í mannvirkjum á vegum sveitarfélaganna. Framkvæmdastjórar ÍBR og UMSK segja þetta jákvætt skref.

20. október 2020

Hrafnhild hjá ÍR: Óvissan veldur hættu á að börn hætti í skipulögðu starfi

„Þegar óvissa er um íþróttastarfið er hætta á að foreldrar dragi úr skráningu barna sinna í skipulögðu starfi. Við verðum að gæta þess að samdráttur í skipulögðu íþróttastarfi verði ekki langvarandi og að brugðist verði við eftirköstum ef þau verða,“ segir Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir hjá ÍR.