Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

19. október 2020

Íþróttastarf í gang á höfuðborgarsvæðinu með kvöðum

Íþróttastarf getur farið í gang á nýjan leik á höfuðborgarsvæðinu fyrir snertilausar íþróttir á morgun, þriðjudaginn 20. október, samkvæmt ýmsum kvöðum. Minnisblað sóttvarnalæknis og auglýsing heilbrigðisráðherra um íþróttaiðkun er ekki samhljóða. Framkvæmdastjóri UMFÍ segir mun ekki góðan.

19. október 2020

Eysteinn hjá Breiðabliki: Mikilvægt að koma íþróttastarfi af stað aftur

Íþróttastarf hefur legið niðri á höfuðborgarsvæðinu frá 7. október síðastliðnum. Að óbreyttu hefst það að nýju á morgun, þriðjudaginn 20. október, en með ýmsum annmörkum og takmörkunum. Eysteinn Pétur Lárusson, framkvæmdastjóri Breiðabliks, segir sjaldan mikilvægara að halda úti æfingum fyrir börn.

19. október 2020

Íþróttakennsla leyfð utandyra - skólasund fellur niður á höfuðborgarsvæði

Íþróttahús og sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu verða áfram lokuð á morgun. Íþróttakennsla verður þó leyfð utandyra og fellur skólasund niður. Áður stóð til að hefja íþróttaæfingar með ýmsum annmörkum á morgun.

18. október 2020

Heimilt með skilyrðum að stunda íþróttir á höfuðborgarsvæðinu

Mjög takmarkað íþróttastarf er heimilt á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra. Enn eru kvaðir á allt íþróttastarf og fjölda áhorfenda um allt land. Ný reglugerð tekur gildi á þriðjudag og verður í gildi til 10. nóvember.

16. október 2020

Beðið eftir næstu reglugerð

Nú síðdegis fundaði ÍSÍ með fulltrúum sérsambanda, Víði Reynissyni frá Almannavörnum og Guðrúnu Aspelund, yfirlækni á sóttvarnasviði Embættis landlæknis. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, sat fundinn fyrir hönd UMFÍ.

16. október 2020

2 metra nándarmörk um allt land og ýmsar hertar aðgerðir

Heilbrigðisráðherra hefur birt ákvörðun sína um breytingar á sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi þriðjudaginn 20. október og gilda næstu 2-3 vikurnar. Þar á meðal er 2 metra nándarmörk um allt land, leyft að æfa og stunda íþróttir utan höfuðborgarsvæðis og grímuskylda víða.

09. október 2020

Ungt fólk getur haft áhrif hvar og hvenær sem er

Með virkri þátttöku í ráðum og nefndum innan skóla og félagasamtaka fær ungt fólk tækifæri til þess að koma skoðunum sínum á framfæri. Ungt fólk hvetur stjórnendur og ráðamenn til að bjóða ungmennum oftar að ákvarðanaborðinu eða leita eftir skoðunum þeirra.

09. október 2020

Lögreglan varar íþróttahreyfinguna við svindlpóstum frá skúrkum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við auknum fjölda netglæpa gagnvart íþróttahreyfingunni. Til að koma í veg fyrir að fólk í íþróttahreyfingunni lendi í neti svindlara hefur lögreglan búið til yfirlit um helstu aðferðir þeirra ásamt því að taka saman ráð til að sporna við svindli.

08. október 2020

Almannavarnir mæla með því að æfingar allra falli niður á höfuðborgarsvæðinu

Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu  eiga að gera hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum og íþróttafélög innan borgarmarka að fresta keppnisferðum út á land frá 8.-19. október, samkvæmt því er fram kemur í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.