Allar fréttir
04. júlí 2020
Besta göngubók UMFÍ í heimi komin út
„Þetta er algjörlega bók sumarsins. Geggjuð göngubók UMFÍ. Við tókum Göngubók UMFÍ í gegn, uppfærðum leiðir og kortin öll,“ segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi UMFÍ og ritstjóri Göngubókar UMFÍ. Nýjasta göngubók UMFÍ er komin út fyrir göngugarpa landsins.
30. júní 2020
Ánægjuvogin 2020: Skipulagt íþróttastarf er verndandi þáttur
Í skýrslu Ánægjuvogarinnar um íþróttir unglinga kemur skýrt fram að neysla allra vímuefna er mun ólíklegri á meðal unglinga í 8. - 10. bekk sem æfa íþróttir með íþróttafélagi en þeirra sem æfa ekki.
26. júní 2020
Sigurbjörg er samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs
„Ég er virkilega spennt fyrir þessu verkefni og öllu því sem leiðir til aukins öryggis og meiri ánægju iðkenda í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi,“ segir Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, sem nýverið var ráðin í starf samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.
24. júní 2020
Lumarðu á sögu af Unglingalandsmóti?
Vinna er í fullum gangi á öllum póstum við undirbúning Unglingalandsmóts UMFÍ sem verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Þetta verður rosalega skemmtilegt mót! Við erum að leita eftir sögum af mótunum.
24. júní 2020
Hlutagreiðsluleiðin gildir ekki fyrir íþróttafélög í júní
Íþróttafélög hafa ekki getað nýtt sér hlutagreiðsluleiðina fyrir starfsfólk sitt frá síðustu mánaðamótum (þ.e. 1. júní síðastliðnum) og eiga starfsmenn þeirra ekki rétt til atvinnuleysisbóta eftir það samhliða minnkuðu starfshlutfalli. Í stuttu máli gildir hlutabótaleiðin ekki í júní.
22. júní 2020
Þorvaldsdalsskokkið – óbyggðahlaup um Þorvaldsdal í Eyjafirði
Þorvaldsdalsskokkið, þar sem hlaupið er eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði, er elsta skipulagða óbyggðahlaup á Íslandi. Hlaupið verður haldið í 27. sinn þann 4. júlí næstkomandi. Hlaupastjórinn Starri Heiðmarsson segir fjölda hlaupara hafa vaxið jafnt og þétt en sprenging hafi verið í fyrra.
22. júní 2020
Hildur Karen: Gott að undirbúa sig vel fyrir ársþing
„Þetta var mjög gott þing og allt gekk eins og í sögu,“ segir Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness (ÍA) um 76. ársþing bandalagsins sem haldið var á dögunum. Hildur segir galdurinn að halda gott þing að undirbúa það vel.
19. júní 2020
Guðrún Helga er nýr formaður USVH
Reimar Marteinsson hætti sem formaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga í síðustu viku eftir sex ára setu. Við formannsstólnum tók Guðrún Helga Magnúsdóttir. Hún er 23 ára, segir næstu skref að undirbúa bæjarhátíð og hvetja Húnvetninga til að taka þátt í Unglingalandsmóti á Selfossi.
16. júní 2020
Hulda á Þórshöfn: Gaman hvað margir tóku þátt í Hreyfivikunni
„Þetta var ótrúlega gaman. Ég bjóst við að litlir skólar úti á landi hefðu færri tækifæri en aðrir stærri og átti þess vegna alls ekki von á að við myndum vinna,“ segir Hulda Kristín Baldursdóttir, íþróttakennari við Grunnskóla Þórshafnar. Skólinn bar sigur úr býtum í Hreyfiviku UMFÍ.