Allar fréttir
30. júlí 2020
Upplýsingar frá yfirvöldum á leiðinni
ÍSÍ og UMFÍ hafa verið í samskiptum við yfirvöld og Almannavarnir vegna mögulegra áhrifa hertra aðgerða vegna COVID-19 á íþróttastarf. Mjög líklegt er að svör við ýmsum spurningum íþróttahreyfingarinnar verði gefin formlega út á morgun, föstudag.
22. júlí 2020
Frábært tækifæri í Ungmennabúðum UMFÍ!
UMFÍ leitar að frístundaleiðbeinanda í 100% starf sem hefur brennandi áhuga á að vinna með 14-15 ára ungmennum í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan ágúst.
20. júlí 2020
Guðmunda er nýr framkvæmdastjóri ÍA
Guðmunda Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness (ÍA). Hún tekur við starfinu af Hildi Karen Aðalsteinsdóttur sem hverfur til annarra starfa. Guðmunda kemur frá ÍR.
20. júlí 2020
Þjónustumiðstöð UMFÍ í sumarfríi fram yfir verslunarmannahelgi
Vegna óvenjulegra og fordæmalausra aðstæðna verður skrifstofa UMFÍ í Reykjavík lokuð vegna sumarleyfa frá 20.júlí til 4.ágúst næstkomandi. Sjáumst kát og hress eftir verslunarmannahelgina.
17. júlí 2020
Fyrrverandi formaður Þróttar Vogum látinn
Baldvin Hróar Jónsson, fyrrverandi formaður ungmennafélagsins Þróttar Vogum, varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtudaginn 9. júlí síðastliðinn fertugur að aldri. Hann var jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju í dag, föstudaginn 17. júlí.
16. júlí 2020
Ráð í útivist með börnum
Fátt er skemmtilegra en að fara út í náttúruna með fjölskyldunni. Enda öllum hollt að njóta útiveru daglega. Heilinn græðir á því. Í Göngubók UMFÍ má finna ýmis góð ráð fyrir skemmtilegt sumar. Þar á meðal eru alls konar ráð í útivist með börnum.
10. júlí 2020
Ólafur endurkjörinn formaður UMFN
„Fundurinn var mjög fínn og mætingin þokkaleg miðað við hvað hann var haldinn seint inn í sumrinu og flestir komnir í frí,“ segir Ólafur Eyjólfsson, formaður Ungmennafélags Njarðvíkur (UMFN). Aðalfundur féalgsins átti að fara fram í mars en var frestað til loka júní.
10. júlí 2020
Þátttökugjöld endurgreidd
Eins og landsmenn vita hefur Unglingalandsmóti UMFÍ sem fyrirhugað var að halda á Selfossi um verslunarmannahelgina verið frestað um ár. Um leið og það lá fyrir í gær hófst vinna við endurgreiðslu þátttökugjalda þeirra sem þegar höfðu skráð sig.
09. júlí 2020
Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár
„Fjöldi fólks hefur lagt mikið á sig og hlakkað til Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. En við verðum að sýna ábyrgð og tryggja heilsu og öryggi allra þátttakenda og gesta mótsins. Þess vegna höfum við ákveðið að fresta mótinu um ár,“ segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri móta UMFÍ.