Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

14. maí 2020

Komdu í ungmennaráð heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna

Viltu vera í ungmennaráði heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna eða veistu um einhvern eða einhverja á aldrinum 13-18 ára sem ættu svo sannarlega að sitja þar? Nú er tækifærið því opnað hefur verið fyrir umsóknir í ungmennaráðið.

14. maí 2020

Jóhann tekur við af Erni í stjórn Íslenskrar getspár

Jóhann Steinar Ingimundarson tók sæti í stjórn Íslenskrar getspár á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Grand hótel í gær. Jóhann tekur við sætinu af Erni Guðnasyni, fyrrverandi varaformanni UMFÍ.

13. maí 2020

Einfaldara en áður að tilkynna um óæskilega hegðun

Ný vefsíða Æskulýðsvettvangsins er komin í loftið. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um verkefni, verkfæri og úrræði samtakanna á auðveldan hátt og panta námskeið. „ Núna er mun auðveldara fyrir þolendur og aðra sem vilja tilkynna óæskilega hegðun til fagráðsins,“ segir Sema Erla Serdar.

12. maí 2020

Þið munið öll brennó!

Nú styttist aldeilis í stuðið. Vorboðinn góði, Hreyfivika UMFÍ hefst 25. maí næstkomandi og stendur hún til 31. maí. Boðberar hreyfingar eru byrjaðir að undirbúa Hreyfivikuna um allt land, bæði í grunnskólum  landsins, hjá sambandsaðilum UMFÍ og fyrirtækjum.

11. maí 2020

Íþróttafélag fyrir fólk sem hefur gaman af því að hreyfa sig og hitta aðra

„Ég er mjög þakklátur fyrir þennan mikla heiður sem er til marks um að maður sé að gera eitthvað rétt,” segir Algirdas Slapikas, formaður íþróttafélagsins Stál-úlfs. Á síðasta ársþingi UMSK í vor fékk Algirdas starfsmerki UMFÍ. Hér ræðir hann um íþróttafélagið Stál-úlf og tilurð þess.

08. maí 2020

Fræðslu- og verkefnasjóður úthlutar 8,3 milljónum

Fræðslu- og verkefnasjóður UMFÍ hefur úthlutað rétt tæpum 8,3 milljónum króna til 135 verkefna. Ljóst er að eftirspurnin eftir styrkjum úr sjóðnum er umtalsverð en 199 umsóknir bárust í sjóðinn upp á tæpar 50 milljónir króna.

04. maí 2020

Lærðu mikið af því að vinna með ungmennum

Margrét og María dvöldu í tvær vikur í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni, í verknámi sínu í tómstunda- og félagsmálafræðum. „Mig langaði í skemmtilegt vettvangsnám þar sem ég hefði nóg að gera í stað þess að sitja við tölvu allan daginn,“ segir Margrét. Starfsemi búðanna er að komast í gang á ný.

02. maí 2020

Eysteinn, Líney og Pálmar ræða íþróttastarfið

Samkomubanni verður aflétt að hluta á íþróttaiðkun barna og ungmenna á mánudag, 4. maí. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, Eysteinn Pétur Lárusson frá Breiðabliki og Pálmar Ragnarsson, fyrirlesari og þjálfari hjá Val, ræddu um íþróttastarfið á fundi Almannavarna í dag.

30. apríl 2020

Nemendur mála gamla Sindrahúsið í samkomubanni

„Okkur langaði að gera eitthvað sameiginlegt fyrir nemendurnar, svo þeir gætu hist. Samfélagslegt verkefni eins og útilistaverk. Við fengum leyfi hjá verktakanum að nýta gamla Sindrahúsið í samkomubanninu og mála það,“ segir Eyjólfur, skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu.