Allar fréttir

12. ágúst 2025
Skítugasta hlaup ársins handan við hornið
Drullu- og hindrunarhlaup UMFÍ og Krónunnar er drulluskemmtilegt hlaup fyrir alls konar fólk, fyrir fjölskylduna, vinahópa og frænku- og frændgarðinn, saumaklúbba og vinnufélaga sem vilja vinna saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins.

12. ágúst 2025
Takk fyrir Unglingalandsmótið
Nú er Unglingalandsmót UMFÍ að baki. Bestu þakkir fyrir að taka þátt í svona mörgum greinum og prófa alls konar nýtt. Takk kæru sjálfboðaliðar fyrir öll litlu og stóru verkefnin, fyrir greinastjórnina, dómgæsluna og fyrir tónlistina og stuðið - og takk samstarfsaðilar.

04. ágúst 2025
Foreldrar skemmtu sér í strandblaki á Unglingalandsmóti
„Þetta var rosalega gaman og enginn tognaði, bognaði eða sleit neitt,“ segir Silja Úlfarsdóttir, sem stýrði strandblaki foreldra á Unglingalandsmótinu á Egilsstöðum í gær. Mikil ánægja var með keppnina og hlakkar foreldrana til mótsins á næsta ári.

04. ágúst 2025
Þingeyingar hlutu Fyrirmyndarbikar UMFÍ
Héraðssamband Þingeyinga (HSÞ) hlaut Fyrirmyndarbikar UMFÍ í gærkvöldi. Gunnhildur Hinriksdóttir, framkvæmdastjóri sambandsins, tók við bikarnum við slit Unglingalandsmóts UMFÍ á Egilsstöðum.

03. ágúst 2025
Koma frá Svíþjóð á Unglingalandsmót
„Við komum til Íslands á hverju ári og það er fastur liður hjá okkur árlega að fara á Unglingalandsmót,“ segir augnlæknirinn og Skagamaðurinn Gauti Jóhannesson sem kemur með fjölskyldu sína árlega á mótið.

02. ágúst 2025
Anton fann töskuna sína
Anton kom við í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins í Egilsstaðaskóla og fann þar töskuna sína sem hann hafði gleymt einhversstaðar. Allir munir í töskunni voru á sínum stað. Hefurðu týnt einhverju? Óskilamunir eru í Egilsstaðaskóla.

02. ágúst 2025
Jóhann Steinar: Galdurinn felst í því að vera með
„Við þurfum öll í sameiningu að halda áfram að fjölga leiðum inn í íþróttahreyfinguna, fyrir öll börn – óháð uppruna, bakgrunni eða færni,“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í ávarpi við setningu Unglingalandsmótsins.

02. ágúst 2025
18 stiga Austfjarðagola á Egilsstöðum
„Það er vindur. En hann er hlýr og það voru 18 stig í bílnum hjá mér áðan,“ segir Freyr Ævarsson, einn sérgreinastjóra á Unglingalandsmóti UMFÍ á Egilsstöðum. Hann var ekki sammála Ágústi Daða Bragasyni um veðrið. Ágúst sagði þetta talsvert betra en Austfjarðargolu.

02. ágúst 2025
Skinkur nutu sín í grasblaki
Einu skinkurnar á Egilsstöðum kepptu í grasblaki um tíma í gær. Veitingastjórinn var í öngum sínum því þúsundir mótsgesta hafa svala þorsta og hungri í meiri mæli en búist var við. Um tíma fann veitingastjórinn engar skinkur í búðum