Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

02. ágúst 2025

Öll keppi á eigin forsendum

„Keppni á Unglingalandsmóti er fyrir alla og öll eiga að geta keppt á sínum forsendum,“ sagði Jódís Lilja Skúladóttir frá Vopnafirði og keppandi í upplestri á mótinu á Egilsstöðum um helgina. Hún flutti ávarp fyrir hönd keppenda við setningu Unglingalandsmóts UMFÍ í gærkvöldi. 

01. ágúst 2025

Mætum öll á setninguna í kvöld!

Unglingalandsmót UMFÍ verður sett á Vilhjálmsvelli í kvöld, föstudagskvöldið 1. ágúst kl. 20:00. Allir þátttakendur taka þátt í setningunni. Eftir það verður boðið upp á íþróttafjör fyrir alla fjölskylduna á mótssvæðum á Egilsstöðum.

01. ágúst 2025

Léttskýjað og létt stemning á Unglingalandsmóti

Unglingalandsmót UMFÍ hófst með lífi og fjöri á Egilsstöðum í gær. Þúsundir mótsgesta flykktust í góða veðrið í bænum og kom sér fyrir á tveimur risastórum tjaldsvæðum, sem fólk gistir á. Skráning er afskaplega góð á mótið. 

31. júlí 2025

Gestir flykkjast í góða veðrið á Egilsstöðum

Þátttakendur á Unglingalandsmóti UMFÍ og fjölskyldur þeirra hafa flykkst til Egilsstaða í dag. Veðrið er með eindæmum hæglátt og gott veður og bjart yfir öll. Sérstök tjaldsvæði voru útbúin fyrir allan þann fjölda sem skráður er til leiks.

31. júlí 2025

Fjölskyldufjör á Unglingalandsmóti

Líf og fjör verður í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum alla helgina sem Unglingalandsmót UMFÍ stendur yfir. Alla dagana verða þar leiktæki en svo verður líka hægt að klæða sig í víkingadress í Safnahúsinu, bregða sverði á loft, mála á viðarskífur, skoða blóm og kveikja varðeld.

30. júlí 2025

Stútfull mótaskrá 2025 komin út

Mótsskrá Unglingalandsmóts UMFÍ er komin út. Í mótsskránni er dagskrá mótsins, kort af tjaldsvæði og keppnissvæðum á Egilsstöðum og ýmislegt fleira gagnlegt.

28. júlí 2025

Súper þátttaka á Unglingalandsmót UMFÍ

Afspyrnugóð skráning hefur verið á Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum um næstu helgi. Rúmlega þúsund þátttakendur á aldrinum 11 – 18 ára voru skráðir til leiks þegar lokað var fyrir skráningu í greinar á miðnætti í gær.

27. júlí 2025

Ice Girls Ice Guys og Glaumbæjargengið skráð til leiks

Hvað heitir liðið þitt á Unglingalandsmóti UMFÍ? Þátttakendur á mótinu eru afar hugmyndaríkir og er afar vinsælt að búa til liðsheiti og sérstaka liðsbúninga. Í dag er síðasti dagurinn runninn upp til að skrá lið á Unglingalandsmót UMFÍ.

25. júlí 2025

Gott að hafa í huga fyrir Unglingalandsmót

Nú er aldeilis farið að styttast í Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum. Fólk hefur aðeins þrjá daga til að skrá sig í greinar því skráningarfrestur er til miðnættis á sunnudagskvöld. Hér er allskonar sem þarf að hafa í huga fyrir mót.