Allar fréttir
31. október 2023
Síðasti séns til að sækja um í Fræðslu- og verkefnasjóð
Við bendum á að enn er opið fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Hægt er að senda inn umsóknir í sjóðinn til morgundagsins, 1. nóvember 2023.
25. október 2023
Birna er nýr matmaður UMFÍ
Íþróttakennarinn Birna Baldursdóttir er nýjasti matmaður UMFÍ. Birna var útnefnd matmaður á 53. Sambandsþingi UMFÍ sem fram fór á Hótel Geysi í Haukadal um helgina.
23. október 2023
Rakel og Ásgeir ný inn í stjórn UMFÍ
Rakel Másdóttir og Ásgeir Sveinsson komu ný inn í varastjórn UMFÍ á sambandsþingi um helgina. Þau koma í stað þeirra Gissurar Jónssonar og Lárusar B. Lárussonar sem gáfu ekki kost á sér áfram.
21. október 2023
Tímamótatillaga samþykkt á þingi UMFÍ
„Hér voru tekin stórkostleg skref. Íþróttahreyfingin á að vera í fararbroddi og sýnir nú í verki að hún er tilbúin til að taka stórar og mikilvægar ákvarðanir,‟ segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. Tímamótatillaga var einróma samþykkt á sambandsþingi UMFÍ í dag.
21. október 2023
Ársskýrsla UMFÍ 2023
Glæsileg ársskýrsla UMFÍ kom út í tengslum við 53. sambandsþing UMFÍ. Hana má nálgast í heild sinni hér.
21. október 2023
Forseti Íslands: Ungmennafélögin lykilaðilar í lýðheilsu
Ungmennafélög geta gegnt lykilhlutverki í lýðheilsumálum, stuðlað að hollri hreyfingu og útivist, æfingum og keppni. „Aðgerðir á sviði lýðheilsu eiga að snúast um jákvæða hvata og heilbrigt sjálfstraust án alls metings og monts,‟ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
21. október 2023
Þrjú hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ
Hvatningarverðlaun UMFÍ voru veitt vegna sjálfboðaliða Tindastóls, verkefna Þróttar sem nær til nýrra markhópa og Special Olympics hjá Haukum. Ungmennasamband Skagafjarðar, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar hljóta viðurkenningarnar.
21. október 2023
Guðmundur og Haukur hlutu æðsta heiðursmerki UMFÍ
Þeir Guðmundur Kr. Jónsson og Haukur Valtýsson voru gerður að heiðursfélögum UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ í gærkvöldi. Heiðursfélagakross sem þeir fengu af tilefninu er æðsta heiðursmerki samtakanna.
21. október 2023
Fjórir heiðraðir með gullmerki UMFÍ
Þeim Hjörleifi Kr. Hjörleifssyni og Garðari Svanssyni, ásamt þeim Gissuri Jónssyni og Lárusi B. Lárussyni voru veitt gullmerki á sambandsþingi UMFÍ.