Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

06. júlí 2023

Nældu þér í eintak af Göngubók UMFÍ

Göngubók UMFÍ 2023 er komin út. Í bókinni eru lýsingar á 277 stuttum gönguleiðum fyrir jafnt stutta sem langa fætur, 32 léttar fjallgönguleiðir fyrir alla fjölskylduna og ítarlegar lýsingar á 20 gönguleiðum. Í bókinni er semsagt margt fyrir alla.

04. júlí 2023

Gott að spegla sig í áskorunum annarra

Forseti International Sport and Culture Association (ISCA) og stjórnarmaður Danmarks Gymnastik og Idrætsforeninger (DGI), Mogens Kirkeby heimsótti þjónustumiðstöð UMFÍ í dag.

29. júní 2023

Skemmtifolfmót

Ungmennaráð UMFÍ stóð fyrir skemmtifolf móti fyrir ungt fólk. Viðburðurinn fór fram í Laugardalnum fimmtudaginn 29. júní.

27. júní 2023

Öflugir sjálfboðaliðar gerðu mótið gott

„Svona mót er ekki haldið nema með öflugum sjálfboðaliðum sem skiluðu sínu mjög vel. Fjöldi þátttakenda var yfirmeðallagi í ár eða um 350 manns,“  segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssambands Snæfellsness og Hnappadalssýslu (HSH) um Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi um helgina.

26. júní 2023

Farsæll endir á ukuleleleit

Á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fór í Stykkishólmi um helgina auglýstum við eftir ukukulele sem puttaferðalangurinn Angelika gleymdi í bíl eins mótsgesta þegar hún fékk far með honum frá Reykjavík og þar til leiðir skildu við Borgarnes. Sagan hlaut farsælan endi.

24. júní 2023

Regluleg hreyfing bætir árum við lífið

„Heilsuefling þátttakenda á Landsmóti UMFÍ 50+ er til fyrirmyndar. Hún sýnir börnum og afkomendum hversu gott það er að hreyfa sig alla ævi. Þau fylgja okkur vonandi eftir og gera jafnvel betur en við þegar röðin kemur að þeim,“ segir Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ.

24. júní 2023

Hittast á ný í gamlingjadútli

„Við byrjuðum að keppa hvor á móti öðrum á unglingsaldri, ég var sennilega fimmtán ára. Síðan þá eru liðin 66 ár og við erum enn að keppa, nú í gamlingjadútli,“ segir Þorbergur Þórðarson, þátttakandi á Landsmóti UMFÍ 50+. Einn mótherja hans var heimamaðurinn Sigurþór Hjörleifsson.

23. júní 2023

Þetta er leiðin í götuhlaupinu

Keppt verður í götuhlaupi á Landsmóti UMFÍ 50+ í Stykkishólmi á milli klukkan 17:00 - 18:00 í dag. Þetta er fimm kílómetra hlaup sem hefst við íþróttahúsið og verður hlaupið eftir fallegri leið inni í bænum. Leiðina má sjá á myndinni hér að ofan.

23. júní 2023

Hvað varð um ukuleleið hennar Angeliku?

„Geturðu hjálpað mér að finna ukuleleið?‟ spyr Angelika frá Póllandi. Hún fékk far í Reykjavík með manni til Borgarness en þar skildu leiðir. Angelika hélt áleiðis á puttanum til Suðureyrar en maðurinn ætlaði á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Stykkishólmi um helgina.