Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

02. júní 2023

Skil á starfsskýrslum lengd til 15. júní

„Skýrsluskil eru aðeins hægari nú en í fyrra. Það skýrist líklega af því að ekki hafa öll félög haldið aðalfundi og ársreikningar ekki tilbúnir,“ segir Elías Atlason, umsjónarmaður með starfsskýrsluskilum íþróttahéraða og íþróttafélaga þar undir. Skil á skýrslum eru til 15. júní.

01. júní 2023

Guðrún og fjölskylda er spennt fyrir landsmótinu

„Við erum mjög spennt fyrir mótinu í bænum. Hér verður fullt af fólki í bænum og mikið í boði, bæði viðburðirnir í kringum Landsmót UMFÍ 50+ og Danska daga,“ segir Guðrún Björg Guðjónsdóttir, íbúi í Stykkishólmi.

01. júní 2023

Aðalfundur Æskulýðsvettvangsins

Aðalfundur Æskulýðsvettvangsins fór fram í dag. Þetta var hefðbundinn fundur sem haldinn var í húsnæði KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. Tómas Ingi Torfason, framkvæmdastjóri félagasamtakanna og formaður Æskulýðsvettvangsins, bauð gesti velkomna.

31. maí 2023

Opið fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi

Nú er hægt að skrá sig á Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní. Kerfið er mjög einfalt og þægilegt í notkun og er vel mögulegt að þátttakendur fyrri móta kannist við það. Þátttakendur geta skráð sig í fjölda greina allt frá frjálsum íþróttum til pílukasts og frisbígolf.

25. maí 2023

Ásmundur Einar skoðar nýja þjónustumiðstöð UMFÍ

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kíkti í heimsókn í nýja þjónustumiðstöð UMFÍ í dag og ásamt fleirum úr ráðuneytinu. Ráðherra skoðaði íþróttamiðstöðina og ræddi við hluta af stjórn og starfsfólk um ýmislegt tengt íþrótta- og æskulýðsstarfi.

16. maí 2023

Hrafnkell endurkjörinn formaður ÍBH

Þing Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) var haldið fimmtudaginn 11. maí síðastliðinni í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Á þingið mættu 68 fulltrúar aðildarfélaga bandalagsins auk gesta. Þar á meðal var Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, sem mætti á þingið í fyrsta sinn.

11. maí 2023

Svona verður Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi

Nú er aldeilis farið að styttast í Landsmót UMFÍ 50+ sem fer fram í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní. Þótt mótið er hugsað fyrir þátttakendur sem verða 50 ára á árinu og alla eldri þá geta 18 ára og eldri líka tekið þátt í gleðinni.

10. maí 2023

Bandaríkjamenn forvitnir um tengsl íþrótta og forvarna

Fjölmennur hópur fólks frá Bandaríkjunum kom í heimsókn í Íþróttamiðstöðina í Laugardal til að fræðast um íslenska forvarnarmódelið og starf í þróttafélaga í forvarnarvinnunni.  Ragnhildur Skúladóttir frá ÍSÍ og Auður Inga Þorsteinsdóttir frá UMFÍ fræddu gestina um skipulag íþróttahreyfingarinnar.

08. maí 2023

Fjallað ítarlega um starf sjálfboðaliða í nýjasta tölublaði Skinfaxa

Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, var að koma úr prentsmiðjunni og er á leiðinni til áskrifenda. Blaðið er stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni. Í þessu nýja blaði er kastljósinu beint að sjálfboðaliðum í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni.