Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

31. ágúst 2024

Starfsdagur svæðisfulltrúa íþróttahéraða

„Þetta er æðislegur hópur, sem vill ganga í takt í splunkunýju verkefni,“ segir Hanna Carla Jóhannsdóttir, verkefnastjóri svæðisstöðva íþróttahéraðanna. Hún fundaði á miðvikudag með starfsfólki allra svæðisstöðvanna.

27. ágúst 2024

Umf Reykdæla: Fjölbreytt framboð íþróttastarfs

Starfið hjá minni ungmenna- og íþróttafélögum byggir á einstaklingsframtaki, vilja, drifkrafti og góðum þjálfurum, segir Helgi Eyleifur Þorvaldsson, formaður íþróttanefndar Ungmennafélags Reykdæla (UMFR).

26. ágúst 2024

Ásmundur Einar: Svæðisstöðvar og mælistikur

Í fyrra voru samþykktar nokkuð samhljóða tillögur á þingum ÍSÍ og UMFÍ að stofnun svæðastöðva með stuðningi stjórnvalda um allt land auk breytinga á fyrirkomulagi lottógreiðslna. Hér er rætt um málið við Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

26. ágúst 2024

Við upphaf vetrarstarfs

Þegar vetrarstarf er að fara í gang hjá mörgum félögum minnum við á ábyrgðina sem við öll berum til að gera gott starf enn betra. Hér eru gagnlegir hlekkir með fræðslu og gátlistum er varða m.a. nýráðningu starfsfólks og sjálfboðaliða ásamt fleiru.

24. ágúst 2024

500 sjálfboðaliðar í maraþoni

„Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er orðið einskonar árshátíð hlaupara,“ segir Hrefna Hlín Sveinbjörnsdóttir, viðburðarstjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR). Fjórtán þúsund taka þátt í hlaupinu í dag.

23. ágúst 2024

Fólk komið til starfa

Starfsfólk svæðisstöðva íþróttahéraðanna kom til starfa í ágúst. Búið er að ráða fjórtán starfsmenn á átta starfsstöðvar um allt land og er unnið að ráðningu tveggja til viðbótar.

20. ágúst 2024

Kátínan í fyrsta sæti í Drulluhlaupi Krónunnar

Rúmlega 1.000 manns tók þátt í Drulluhlaupi Krónunnar sem fram fór í Mosfellsbæ á laugardag. Þetta var frábær viðburður enda góð stemming, gleðin í aðalhlutverki og frábært hlaupaveður og komu öll í mark með bros á vör.

19. ágúst 2024

Forseti Íslands áfram verndari UMFÍ

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hefur tekið að sér að vera verndari Ungmennafélags Íslands. Hreyfingin þakkar innilega þann góða heiður sem forseti sýnir samtökunum.

07. ágúst 2024

Edvard steig stór skref á Unglingalandsmóti

Edvard Þór Ingvarsson fór langt út fyrir þægindarammann á Unglingalandsmóti UMFÍ. Hann er með þroskahömlun, einhverfu og Tourette og keppti í körfubolta og pílukasti, bogfimi, badminton og langstökki og allskonar opnum viðburðum.