Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

21. júní 2022

Ánægjuvogin 2022: Mikilvægt að íþróttir séu fyrir alla

„Andleg og líkamleg heilsa er betri hjá þeim sem stunda íþróttir. Það er mikilvægt að upplýsa alla um það,“ segir Mar­grét Lilja Guðmunds­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Rann­sókn­um og greiningu og kenn­ari við íþrótta­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík. Hún kynnti niðurstöður Ánægjuvogarinnar í dag.

20. júní 2022

Kynning á Ánægjuvoginni

Út er komin Ánægjuvogin sem unnin er af Rannsóknum & greiningu (R&G) fyrir UMFÍ og ÍSÍ. Kynning fer fram þriðjudaginn 21. júní á helstu niðurstöðum.

18. júní 2022

Reynt að svíka fé út úr íþróttafélögum

UMFÍ varar forsvars- og starfsfólk íþrótta- og ungmennafélaga við svikapóstum sem netsvikahrappar eru að senda þessa dagana í þeim tilgangi að stela af íþróttafélögum. Svikapóstarnir líta út eins og raunverulegir tölvupóstar þar sem óskað er eftir millifærslu vegna kaupa á íþróttabúnaði.

16. júní 2022

Magnea Dröfn nýr framkvæmdastjóri Héraðssambands Strandamanna

„Þetta var hefðbundið þing og gekk ágætlega. En það var ógurlega léleg mæting,“ segir Jóhann Björn Arngrímsson, formaður Héraðssambands Strandamanna (HSS), um þing sambandsins sem haldið var í gær. Á þinginu var tilkynnt að Magnea Dröfn Hlynsdóttir hafi verið ráðin í starf framkvæmdastjóra.

16. júní 2022

Ókeypis í götuhlaup og utanvegahjólreiðar á Landsmóti

Ákveðið hefur verið að lyfta upp stemningunni á Landsmóti UMFÍ 50+ og bjóða keppendum upp á ókeypis þátttöku í götuhlaupi og utanvegahjólreiðum í Borgarnesi.

15. júní 2022

Vilja taka upp íslenska forvarnarmódelið í Mexíkó

Sendinefnd frá Guanajuato-fylki í Mexíkó er stödd hér á landi um þessar mundir til að kynna sér fyrirkomulag íþróttastarfsins undir leiðsögn forsvarsfólks fyrirtækisins Rannsókna og greininga. Áhersla hópsins er á þátttöku í íþróttastarfi á breiðum grundvelli.

14. júní 2022

Garðar Jónsson: Gamlir mótherjar mætast á Landsmóti UMFÍ 50+

„Þarna fær maður tækifæri til að rifja upp mjög gamla takta og spila við gamla keppinauta sem maður hefur kannski ekki séð í mörg ár. Keppnisandinn er enn til staðar,“ segir Garðar Jónsson en hann tekur þátt í Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Borgarnesi 24 til 26 júní.

14. júní 2022

Hvar verður Landsmót UMFÍ 50+ árið 2024?

Landsmót UMFÍ 50+ hefur verið haldið víða um land frá árinu 2011. Það verður í Borgarnesi dagana 24. – 26. júní og í Stykkishólmið árið 2023. En nú er komið að því að finna mótsstað árið 2024. Landsmót UMFÍ 50+ er frábært tækifæri fyrir mótshaldara til að vekja athygli á sveitarfélaginu.

13. júní 2022

Íþróttaveisla UMFÍ: Vissi ekki að hundahlaup væri íþrótt

Dýrahjúkrunarfræðingurinn Kolbrún Arna hefur hlaupið með husky-hundunum sínum í mörg ár. Hún segir mikilvægt að vera með rétta búnaðinn svo að bæði hundar og fólk njóti hlaupsins. Hundahlaupið er einn af fjórum viðburðum í Íþróttaveislu UMFÍ. Veislan hefst með Boðhlaupi BYKO 30. júní.