Fara á efnissvæði

Allar fréttir

Fréttir

Allar fréttir

21. maí 2025

Nú geturðu skráð þig og liðið á Landsmót UMFÍ 50+

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+. Mótið verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. – 29. júní. UMFÍ heldur mótið með Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar og sveitarfélaginu Fjallabyggð.

20. maí 2025

Kamilla og Tómas kynntust fjölbreyttu starfi UMFÍ

Þau Kamilla Brynjarsdóttir og Tómas Orri Róbertsson, nemendur á 2. ári í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík, vörðu síðastliðnum þremur vikum í vettvangsnám hjá UMFÍ. „Þetta hefur verið yndislegt, þetta er svo fjölbreytt!“ segir Kamilla.

20. maí 2025

Fjárframlög til íþrótta fatlaðra skila sér margfalt til baka

Niðurstöður nýlegrar rannsóknar benda til að hvert framlag til íþrótta fatlaðra (para-íþróttir) rúmlega fjórfaldast. Rannsóknin var gerð á vegum breskra samtakanna Activity Alliance, sem vinna að því að tryggja jafnrétti fatlaðs fólks til þátttöku í íþróttum og hreyfingu.

19. maí 2025

Guðríður og Jón M. heiðruð

Þau Jón M. Ívarsson og Guðríður Aadnegard voru á meðal þeirra sem sæmdu voru heiðursviðurkenningum forystufólks úr íþróttahreyfingunni á Íþróttaþingi ÍSÍ á föstudag. Jón var kjörinn heiðursfélagi ÍSÍ og Guðríður var sæmd Heiðurskrossi ÍSÍ.

19. maí 2025

Fríða er nýr framkvæmdastjóri Gróttu

Málfríður Sigurhansdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra íþróttafélagsins Gróttu á Seltjarnarnesi. Hún tekur við starfinu af Jóni Sigurðssyni.

19. maí 2025

Fyrrverandi forseti ÍSÍ sæmdur Gullmerki UMFÍ

Lárus Blöndal, fyrrverandi forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) var sæmdur Gullmerki UMFÍ fyrir starf sitt fyrir íþróttahreyfinguna. Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, afhenti Lárusi merkið á Íþróttaþþingi ÍSÍ.

16. maí 2025

Mikilvægt að skerpa á hlutverki íþrótta

Við endurskoðun íþróttalaga þarf að skerpa á hlutverki íþrótta, finna leiðir til að skilja á milli rekstrartenginga meistaraflokka og barna- og unglingastarfs og vinna að því að verja Íslenskar getraunir fyrir ólöglegri samkeppni, segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.

16. maí 2025

Öll félög í sex íþróttahéruðum til fyrirmyndar

Öll aðildarfélög 6 íþróttahéraða af 25 hafa skilað starfsskýrslum í kerfi ÍSÍ og UMFÍ. Athygli vekur að þetta eru aðildarfélög á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Enn á 91 félag eftir að skila skýrslum. 

16. maí 2025

Gleði á gagnlegum vorfundi UMFÍ

Vorfundur UMFÍ var vel sóttur á Reykjum í Hrútafirði um síðustu helgi. Boðið var upp á mikið fjörefli og tengsl. Gagnleg erindi voru flutt á fundinum. Formaður UMFÍ sagði ánægjulegt að UMFÍ hafi tekist að búa til vettvang fyrir sambandsaðila til að tjá sig.