Svæðisstöðvar
07. janúar 2026
Þéttari samvinna í íþróttastarfi á Vestfjörðum
„Við erum orðin mun sterkari heild og vinnum nú markvisst saman sem heild,“ segir Birna Hannesdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vestfjörðum. Íþróttahéruð á Vestfjörðum hafa eflt samvinnu sína með reglulegum fundum og nýjum verkefnum í samstarfi við svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna þar.
15. desember 2025
Rósa er sjálfboðaliða ársins á Norðurlandi eystra
Rósa Jónsdóttir, formaður Golfklúbbs Fjallabyggðar, er sjálfboðaliði ársins 2025 á Norðurlandi eystra. Hún er ein fjölmargra sem var tilnefnd til þess í tilefni af Alþóðlegum degi sjálfboðaliðans 5. desember síðastliðinn.
05. desember 2025
Ragna er sjálfboðaliði Suðurlands árið 2025
Ragna Gunnarsdóttir er sjálfboðaliði Suðurlands árið 2025. Ragna er ein af fjölmörgum sjálfboðaliðum sem voru tilnefnd úr Hestamannafélaginu Sleipni. Það gríðargóða starf sem er unnið hjá félaginu á öllu því góða fólki mikið að þakka.
19. nóvember 2025
Ómetanlegt þegar forsvarsfólk íþróttahéraða hittist
Svæðisfulltrúar íþróttahéraða á Suðurlandi stóðu á dögunum fyrir sögulegum fundi íþróttahéraðanna á svæðinu. Mikil ánægja er með fundinn og vonast er til að hann opni á meira samstarf héraða og félaga á Suðurlandi.
20. ágúst 2025
Páll Janus nýr svæðisfulltrúi á Vestfjörðum
Páll Janus Þórðarson er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vestfjörðum og hefur hann störf 1. september. Hann er spenntur fyrir starfinu enda búinn að kynnast öllum hliðum íþróttalífsins fyrir vestan.
12. júní 2025
Vel heppnuð vinnustofa um íþróttir fatlaðra
„Vinnustofan var vel sótt og greinilegt að mikil þörf var á þessum viðburði um íþróttir fatlaðra í Skagafirði,“ segir Halldór Lárusson, svæðisfulltrúi íþróttahéraða á Norðurlandi vestra um vinnustofu sem haldin var um málefnið á Sauðárkróki.
27. maí 2025
Vinnustofa um íþróttir fatlaðra í Skagafirði
„Við erum mjög spennt og jákvæð fyrir vinnustofunni og hlökkum til að hitta drífandi einstaklinga, foreldra og fleiri í sveitarfélaginu sem brenna fyrir íþróttum fatlaðra,“ segir Halldór Lárusson, annar tveggja svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Norðurlandi vestra.
13. maí 2025
Helgi er nýr svæðisfulltrúi
Helgi Dan Stefánsson er nýr starfsmaður svæðisstöðva íþróttahéraðanna á Vestfjörðum. Hann er Ísfirðingur í húð og hár og með meistaragráðu í félagsfræði. „Ég hef sérstakan áhuga á að efla aðgengi íþrótta fyrir jaðarsett börn,“ segir hann.
28. mars 2025
Vel heppnað málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir
„Við fundum það vel hjá fundargestum að vilji er til að vinna betur saman að framtíðarsýn sem felur í sér samvinnu íþróttafélaga, skóla og sveitarfélaga,“ segir Sigurður Friðrik Gunnarsson um málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir.