Svæðisstöðvar
06. janúar 2025
Álfheiður: Draumurinn að auðvelda íþróttastarfið
Álfheiður Sverrisdóttir er í starfshópi átta svæðisstöðva íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Vesturlandi og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.
02. janúar 2025
Opið fyrir umsóknir í Hvatasjóðinn
Hvatasjóður íþróttahreyfingarinnar er nýr sjóður á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) með stuðningi Mennta- og barnamálaráðuneytis. Opið er fyrir umsóknir í hann til 27. janúar 2025.
05. nóvember 2024
Hvað fær þitt barn háan frístundastyrk?
Sveitarfélög landsins styrkja íþróttastarf með ýmsu móti. Í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ, er fjallað um frístundastyrki frá ýmsum hliðum. Hér má sjá dæmi um frístundastyrki á ýmsum stöðum.
31. október 2024
Íþróttahreyfingin betur í stakk búin fyrir aðgerðir
„Íþróttahreyfingin vill tól og tæki sem nýtast í starfi en ekki enn eina skýrsluna,“ segir Rakel Magnúsdóttir, svæðisfulltrúi á Suðurlandi. Hún fór yfir starf svæðisstöðva íþróttahreyfingarinnar ásamt Bryndísi Láru Hrafnkelsdóttur, sem er hinn svæðisfulltrúinn á Suðurlandi.
30. október 2024
Nýtt fræðsluefni í hinseginfræðslu í íþrótta- og æskulýðsstarfi
Sveinn Sampsted og Þorbjörg Þorvaldsdóttir frá Samtökunum '78 kynntu í vikunni nýtt fræðsluefni í hinseginfræðslu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf. Fræðsluefnið samanstendur af þremur bæklingum og tveimur plakötum.
28. október 2024
Ekki gleyma að sækja um styrk
Við minnum á að opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ til 1. nóvember næstkomandi, það er á föstudag. Sjóðurinn styður við verkefni íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar, þjálfun, félagsstörf og fleira.
16. október 2024
Ásmundi þakkaður stuðningur við svæðisstöðvar
Ásmundi Einar Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, voru færðar þakkir á sambandsráðsfundi UMFÍ fyrir skjót viðbrögð og stuðning við svæðisstöðvar íþróttahéraðanna. Hann hitti starfsfólk svæðisstöðvanna í Borgarfirði á dögunum.
15. október 2024
Svæðisstöðvar eru stærsta verkefnið
Stærsta verkefni íþróttahreyfingarinnar framundan felst í því að halda áfram að virkja svæðisstöðvar íþróttahéraðanna og nýta tækifærin sem þær bjóða upp á, segir Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ.
02. október 2024
Fullt hús með ráðningu Sigríðar Ingu
„Mér lýst rosalega vel á þetta verkefni. Það verður gaman að kynnast því góða fólki sem rekur íþróttahreyfinguna um allt land,“ segir Sigríður Inga Viggósdóttir, sem hefur verið ráðin sem svæðisfulltrúi á svæðisstöð íþróttahreyfingarinnar á Norðurlandi vestra.