Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

18. október 2017

Hvert á að leita vegna kynferðislegs áreitis og misnotkunar í íþróttafélagi?

Flóðgáttir hafa opnast á samfélagsmiðlum í tengslum við mikla opinbera umræðu um kynferðislega áreitni og misnotkun undir myllumerkinu #metoo. En hvað á að gera og hvernig er hægt að bregðast við ofbeldi eða grun um ofbeldi?

16. október 2017

Haukur endurkjörinn formaður UMFÍ

Sjálfkjörið var í stjórn UMFÍ á sambandsþingi um helgina. Haukur Valtýsson er áfram formaður. Jóhann Steinar Ingimundarson kom nýr inn í aðalstjórn en þeir Lárus B. Lárusson og Gunnar Þór Gestsson tóku sæti í varastjórn.

15. október 2017

Vigdís Diljá er matmaður UMFÍ

Vigdís Diljá Óskarsdóttir, þingfulltrúi UÍA, var valin matmaður sambandsþings UMFÍ í dag. Stefán Bogi Sveinsson, þingforseti sambandsþingsins, sagði Vigdísi Diljá hafa vakið athygli gesta þingsins á hátíðarkvöldverði á laugardagskvöld.

15. október 2017

HSV hlýtur hvatningarverðlaun UMFÍ

Héraðssamband Vestfirðinga (HSV) hlaut hvatningarverðlaun UMFÍ 2017 á 50. sambandsþingi UMFÍ sem fram fór á Hótel Hallormsstað um helgina. Verðlaunin eru afhent HSV fyrir öflugar og metnaðarfullar körfuknattleiksbúðir Íþróttafélagsins Vestra.

15. október 2017

Tímamótasamningur við UMFÍ

Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, skrifuðu undir samning um ríkisframlag til UMFÍ til næstu þriggja ára í dag. Þetta er tímamótasamningur enda í fyrsta sinn sem stjórnvöld semja við félagasamtök í meira en eitt ár í senn.

15. október 2017

Innganga íþróttabandalaga rædd á aukaþingi

Ákveðið var á 50. sambandsþingi UMFÍ sem lauk í dag að fela stjórn sambandsins að boða til aukaþings og taka þar fyrir eitt mál: Tillögu um inngöngu íþróttabandalaga að UMFÍ. Gangi það eftir fá flest íþróttabandalög landsins stöðu sambandsaðila UMFÍ.

14. október 2017

50. sambandsþing UMFÍ sett í dag

Fulltrúar 29 sambandsaðila UMFÍ og fleiri gestir hafa flykkst að Hótel Hallormsstað á Fljótsdalshéraði í morgun. Gert er ráð fyrir um 150 þinggestum, fulltrúum sambandsaðila, íþróttabandalaga, þingmenn og fleiri. Tilefnið er 50. sambandsþing UMFÍ sem verður sett á hótelinu klukkan 11:00.

14. október 2017

Samvinna UMFÍ og ÍSÍ skilar góðum árangri

„Samstarf UMFÍ við ÍSÍ hefur aukist mikið í tíð þeirrar stjórnar sem nú situr. Það er jákvætt. Enn fleiri verkefni eru í vinnslu,“ segir Haukur Valtýsson, formaður Ungmennafélags Íslands (UMFÍ).

11. október 2017

Ungmennahátíð í Danmörku

Ert þú á aldrinum 14 - 25 ára og hefur áhuga á að skella þér á ungmennahátíð í Danmörku?