Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

10. nóvember 2023

Ekki missa af gullinu!

Afar góð skráning er á ráðstefnuna Vinnum gullið - ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi. Svo góð reyndar að búið er að færa ráðstefnuna frá Gullteigi á Grand Hóteli yfir í Silfurberg í Hörpu.

10. nóvember 2023

Síðasti séns til að komast í nefnd

Hefurðu áhuga á sérstökum málum í starfsemi UMFÍ? Nú er tækifærið til að koma þínu á framfæri. Þú getur fengið eða tilnefnt einhverja í eina af nefndum UMFÍ. Frestur til að gera það rennur út á hádegi í dag, föstudaginn 10. nóvember.

09. nóvember 2023

Gerði ítarlega tölfræðigreiningu úr Sportabler

„Eftir því sem börn og ungmenni æfa fleiri íþróttagreinar og oftar í viku eru minni líkur á að þau hætti í íþróttum,“ segir Peter O‘Donoghue, prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann vinnur að greiningu sem byggir á ítarlegum gögnum úr Sportabler.

08. nóvember 2023

Lilja Ósk hlaut hvatningarverðlaun á Degi gegn einelti

„Það er þægilegra að vera í umhverfi sem er öruggt, þar sem hægt er að segja frá líðan sinni,“ segir Lilja Ósk Magnúsdóttir. Hún hlaut í dag hin árlegu hvatningarverðlaun fyrir störf í þágu eineltisforvarna í skólanum og í þágu hinsegin nemenda á Degi gegn einelti.

07. nóvember 2023

Hvetur íþróttafélög til að halda umhverfisvænni viðburði

Íþróttafélög eru mislangt á veg komin á grænni vegferð sinni. Verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Einurð vinnur að gerð handbókar fyrir íþróttafélög sem vilja minnka umhverfisspor sitt. Félagið er að skipuleggja gönguferðir þar sem einblínt er á umhverfis- og loftslagsmál.

06. nóvember 2023

Samstaða um eflingu íþróttastarfs á landsvísu

Stefnt er að því að setja á laggirnar átta starfsstöðvar á landsvísu sem munu þjónusta öll 25 íþróttahéruð landsins. Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra, undirritaði viljayfirlýsingu þess efnis með forseta Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og formanni Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) í dag. 

03. nóvember 2023

Aldís er nýr verkefnastjóri hjá UMFÍ

„Ég er mjög spennt fyrir því að vera komin til starfa,“ segir Aldís Baldursdóttir, sem í vikunni var ráðin í tímabundið starf verkefnastjóra hjá UMFÍ. Hún mun sjá um gerð alþjóðlegra styrkumsókna og margt fleira í samskiptum við sambandsaðila UMFÍ.

01. nóvember 2023

Eftir því sem börn æfa meira eru minni líkur á að þau hætti í íþróttum

Fjöldi íþróttagreina og æfinga hefur áhrif á brottfall ungra iðkenda úr íþróttum. Nýráðinn prófessor í íþróttafræðum kafaði ofan í gögn Sportabler.

01. nóvember 2023

Ný tækifæri fyrir íþróttafræðinema

„Íþróttafræðinemum munu skapast ný tækifæri í námi sínu hér í HÍ með að öðlast færni við afkastagetu mælinga og verða dýrmætari starfskraftar að námi loknu,“ segir Þórdís Lilja Gísladóttir, forseti deildar Heilsueflingar íþrótta- og tómstunda við Háskóla Íslands (HÍ).