Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

27. janúar 2025

Bjuggu til áfanga um störf sjálfboðaliða

„Þessi fyrsta kennslustund gekk mjög vel,“ segir Álfheiður Sverrisdóttir, svæðisfulltrúi íþróttahéraðanna á Vesturlandi. Hún og Heiðar Mar Björnsson, samstarfsfélagi hennar, hófu í síðustu viku kennslu í áfanga um störf sjálfboðaliða við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

24. janúar 2025

Tækifæri geta falist í sameiningu félaga

Íþróttahéruð landsins eru misvirk og misburðug, sum geysistór með starfsmenn í fullu starfi en önnur ekkert starfsfólk. Þetta er á meðal þess sem fram kom í kynningu svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna í vikunni.

22. janúar 2025

Fullt á ráðstefnu um afreksmál

Mikil ánægja var með ráðstefnu þar sem rætt var um afreksmál barna og ungmenna. Öðru fremur vilja þátttakendur á ráðstefnunni hittast oftar og fræðast meira fremur en að vera hver í sínu horni. Uppselt var á ráðstefnuna og horfðu margir á í streymi.

21. janúar 2025

Þóra: Árangur svæðisstöðvanna skýrist af samvinnu

Þóra Pétursdóttir er er í hópi sextán svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og segir hópinn samansettan af metnaðarfullu fólki.

20. janúar 2025

Upplýsandi formannafundur HSK

Betra er að vera búinn að skrá félagið á Almannaheillaskrá Skattsins. Það eykur líkurnar á stuðningi, að sögn Helga S. Haraldssonar, varaformanns Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK). Hann var með erindi um málið á formannafundi HSK.

20. janúar 2025

Sigríður Inga: Sér aukið samstarf á milli íþróttahéraða

Sigríður Inga Viggósdóttir er í hópi sextán svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna sem tóku til starfa á síðasta ári. Hún vinnur á Norðurlandi eystra og horfir til þess að aukið samstarf skili sér í betri íþróttahreyfingu.

16. janúar 2025

Streymt beint frá ráðstefnu um afreksmál

Uppselt er í sæti á hina æsispennandi ráðstefnu „Minna eða meira afreks?“ sem fram fer í Háskólanum í Reykjavík 22. janúar. Ráðstefnan einblínir á snemmtæka afreksvæðingu í íþróttum barna og ungmenna og áhrif hennar á ungt fólk.

16. janúar 2025

Kristján er nýr svæðisfulltrúi íþróttahéraða

„Ég er fullur tilhlökkunar,“ segir Kristján Sturluson, sem hefur verið ráðinn í starf svæðisfulltrúa íþróttahéraða á Norðurlandi eystra. Kristján tekur við starfinu af Hansínu Þóru Gunnarsdóttur, sem um leið færir sig yfir á svæðisstöð höfuðborgarsvæðisins. 

15. janúar 2025

Ræddu um áskoranir í íþróttastarfi í Múlaþingi

Forsvarsfólk UMFÍ og Múlaþings fundaði í síðustu viku um ýmis atriði tengd íþróttastarfi og áskoranir. Þar á meðal um ferðakostnað innan svæðis, flugferðir, íþróttastarf iðkenda með fötlun og ungmenni og margt fleira.