Fara á efnissvæði

10. - 12. október 2025

Sambandsþing

Sambandsþing

Sambandsþing UMFÍ er æðsta vald í málefnum UMFÍ. Boða skal skriflega til þingsins með a.m.k. sex vikna fyrirvara og skal það haldið fyrir 15. nóvember annað hvert ár. 

54. Sambandsþing UMFÍ fór fram á Fosshóteli, Stykkishólmi dagana 10. - 12. október 2025.

Stjórn UMFÍ

Stjórn UMFÍ er skipuð sjö einstaklingum. Formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og þrem meðstjórnendum. Varastjórn er skipuð fjórum fulltrúum og ræður atkvæðafjöldi þeirra í kosningu röð þeirra.  

Ný stjórn UMFÍ er eftirfarandi (í stafrófsröð, að undanskildum formanni):

Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ

  • Guðný Stefanía Stefánsdóttir, sem kemur frá Héraðssambandi Vestfirðinga, og er hún ný í stjórninni.
  • Halla Margrét Jónsdóttir, formaður Ungmennaráðs UMFÍ og kemur af sambandssvæði Íþróttabandalags Akraness, kemur sömuleiðis ný inn í stjórn UMFÍ. 
  • Helgi Sigurður Haraldsson frá Héraðssambandinu Skarphéðni (HSK) er nýr inn. 
  • Margrét Sif Hafsteinsdóttir, sem kemur frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur, kemur ný inn.
  • Skúli Bragi Geirdal, sem kemur frá Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA), kemur nýr inn í stjórnina.
  • Sigurður Óskar Jónsson hlaut kosningu á ný en hann kemur frá Ungmennasambandinu Úlfljóti (USÚ).

Í varastjórn eru: 

  • Birgir Már Bragason, kemur nýr inn í stjórnina. Hann sat þingið í nafni Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB).
  • Gunnar Þór Gestsson, sem sat í stjórn og var varaformaður fyrri stjórnar. Gunnar Þór er jafnframt formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS).
  • Ragnheiður Högnadóttir, sem sat áður í stjórninni.
  • Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson, sem kemur nýr inn. Hann kemur frá Ungmennasambandi Vestur-Skaftafellssýslu (USVS).

Hagnýtar upplýsingar