Öllum flokkum

07. apríl 2025
Steinn Björgvin sæmdur gullmerki UMFÍ
Steinn Björgvin Jónasson var sæmdur gullmerki UMFÍ á þingi Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA) í lok mars. Þingið fór vel og var stjórnin endurkjörin, með Benedikt Jónsson í formannsætinu.

03. apríl 2025
Hagræði að íþróttafélög sameinist stærri heildum
Hagræði fylgir því að sameina íþróttafélög inn í stærri heildir, að sögn Sævars Péturssonar, framkvæmdastjóra KA. Hann var með erindi um sameiningu KA og Fimleikafélags Akureyrar á formannafundi Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) í síðustu viku.

03. apríl 2025
Jóhanna endurkjörin formaður UDN
Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson fengu starfsmerki UMFÍ á 104. sambandsþingi Ungmennasambands Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN) í gær. Jóhanna Sigrún Árnadóttir var endurkjörin formaður UDN.

02. apríl 2025
Laust starf svæðisfulltrúa á Vestfjörðum
Hefur þú brennandi áhuga á íþróttum og lýðheilsu og vilt hafa jákvæð áhrif á nærumhverfið? Þrífst þú vel í síbreytilegu vinnuumhverfi og vinnur vel með öðrum? Ef svarið er já erum við með spennandi starf svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Vestfjörðum fyrir þig!

01. apríl 2025
Íslandsleikarnir skemmtilegri en að vera í tölvunni
Heilmikið fjör var hjá um 70 þátttakendum á Íslandsleikunum þegar þeir fóru í annað sinn á Selfossi síðustu helgina í mars. Íslandsleikarnir eru liður í verkefninu Allir með, sem hefur það að markmiði að fjölga iðkendum með fötlun í íþróttum.

01. apríl 2025
Brottfall greinist enn úr íþróttum
„Það voru góðar umræður á þinginu. En þrjú mál stóðu upp úr: Íþróttir fatlaðra, brottfall úr íþróttum, skattamálin og staða sjálfboðaliða á svæðinu,“ segir Gunnar Jóhannesson, formaður Íþróttabandalags Suðurnesja, um þing bandalagsins um helgina.

31. mars 2025
Fyrrverandi formaður UMFÍ heiðraður á þingi HSK
„Þingið gekk vel, um 130 gestir með þingfulltrúum aðildarfélaga,“ segir Engilbert Olgeirsson, framkvæmdastjóri HSK, um þing sambandsins sem fram fór í Aratungu í síðustu viku. Mikið var um heiðranir á þinginu og hlutu fjórir starfsmerki UMFÍ. Fyrrverandi formaður UMFÍ var sæmdur gullmerki HSK.

31. mars 2025
Samþykkt að halda þing HSÞ annað hvert ár
Samþykkt var samhljóða á ársþingi Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ) á dögunum að halda það framvegis annað hvert ár í stað þess að gera það á hverju ári.

28. mars 2025
Vel heppnað málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir
„Við fundum það vel hjá fundargestum að vilji er til að vinna betur saman að framtíðarsýn sem felur í sér samvinnu íþróttafélaga, skóla og sveitarfélaga,“ segir Sigurður Friðrik Gunnarsson um málþing um íþróttaiðkun barna með fatlanir.