Öllum flokkum

25. apríl 2025
Bjarni er nýr formaður USÚ
Bjarni Malmquist Jónsson er nýr formaður Ungmennasambandsins Úlfljóts (USÚ) og tók hann við af Jóhönnu Írisi Ingólfsdóttur á 92. ársþingi USÚ sem fram fór á Hrollaugsstöðum á þriðjudag.

23. apríl 2025
Er kominn tími á að sameina íþróttafélög?
Skoða á mögulega sameiningu íþróttafélaga í því skyni að hagræða innan íþróttahreyfingarinnar og létta álagi á þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum. Fjallað er um fjölda stjórnarfólks og sjálfboðaliða í nýjasta tölublaði Skinfaxa.

23. apríl 2025
Svæðisfulltrúa leitað fyrir höfuðborgarsvæðið
ÍSÍ og UMFÍ leita að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á íþróttastarfi á Íslandi til að ganga til liðs við teymi svæðisfulltrúa á höfuðborgarsvæðinu.

23. apríl 2025
Ráðstefna um börn með fötlun - áskoranir og tækifæri.
Ráðstefnan Fötluð börn og fjölbreyttur menningar- og tungumálabakgrunnur – áskoranir og tækifæri – fer fram dagana 8. – 9. maí næstkomandi. Þetta er vorráðstefna Ráðgjafar- og greiningarstöðvar (RGR), í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp.

23. apríl 2025
Gyða endurkjörin formaður ÍA
Gyða Björk Bergþórsdóttir var endurkjörinn formaður Íþróttabandalags Akraness (ÍA) á 81. Ársþingi bandalagsins sem fram fór í byrjun mánaðar.

16. apríl 2025
Opið fyrir umsóknir í Hvatasjóð
Hægt að sækja um í annað sinn í Hvatasjóð íþróttahreyfingarinnar. Hvatasjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að útbreiðslu íþróttastarfs og þátttöku allra barna.

14. apríl 2025
Ingvar og Lilja sæmd Gullmerki UMFÍ
Ingvar Sverrisson, formaður Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR), og Lilja Sigurðardóttir, varaformaður ÍBR, voru sæmd Gullmerki UMFÍ á þingi bandalagsins á fimmtudag í síðustu viku.

09. apríl 2025
Vel mætt á þing USVH
Fulltrúar aðildarfélaga Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH) fjölmenntu á 84. héraðsþing þegar það fór fram í félagsheimilinu Víðihlíð í Víðidal í gær. Af 26 atkvæðabærum félögum voru 23 fulltrúar mættir, sem er í meira lagi.

09. apríl 2025
Gunnar sæmdur Gullmerki UMFÍ
Gunnar Kristjánsson var sæmdur Gullmerki UMFÍ á 84. héraðsþingi HHSH á dögunum. Á sama tíma fengu þau Kristján Ríkharðsson og Sigríður Guðbjörg Arnardóttir starfsmerki UMFÍ. Garðar Svansson var heiðraður eftir 30 ár í stjórn.