Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

05. júní 2025

12,6 milljónum úthlutað úr Fræðslu- og verkefnasjóði

Margvísleg verkefni hlutu styrki úr vorúthlutun Fræðslu- og verkefnasjóðs UMFÍ. Sjóðurinn úthlutaði rétt tæpum 12,6 milljónum króna til 73 verkefna. Alls bárust 82 umsóknir um styrki til sjóðsins. 

04. júní 2025

Sambandsaðilar geta sótt um að halda mót UMFÍ

Nú gefst sambandsaðilum UMFÍ og sveitarfélögum tækifæri til að setjast yfir plön til næstu ára og skoða hvort þau vilji og geti haldið bæði Unglingalandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+. 

01. júní 2025

Segja nauðsynlegt að ÍRB geti ráðið starfsmann

„Við erum með sterka stjórn skipaða lykilfólki úr stærstu félögunum. En við komumst engu að síður ekki yfir nema brot af því sem við eigum að gera,“ segir Rúnar V. Arnarson, formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar (ÍRB).

01. júní 2025

Vel mætt á þing ÍBH

Hrafnkell Marinósson var endurkjörinn sem formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar (ÍBH) næstu tvö árin á 54. þingi bandalagsins, sem haldið var á þriðjudag.

28. maí 2025

Prikhestar eru heita nýja greinin

Allir geta verið með á prikhestum! Þær Berglind Ýr og mæðgurnar Guðný María Waage og Arnheiður María Hermannsdóttir Waage kíktu í heimsókn í þjónustumiðstöð UMFÍ með prikhestana Brownies og Snjó og kynntu greinina.

27. maí 2025

Vinnustofa um íþróttir fatlaðra í Skagafirði

„Við erum mjög spennt og jákvæð fyrir vinnustofunni og hlökkum til að hitta drífandi einstaklinga, foreldra og fleiri í sveitarfélaginu sem brenna fyrir íþróttum fatlaðra,“ segir Halldór Lárusson, annar tveggja svæðisfulltrúa íþróttahéraðanna á Norðurlandi vestra. 

26. maí 2025

Sandra Finnsdóttir: Geggjað íþróttapartý

„Við erum öll rosalega spennt fyrir mótinu, líka við sem eigum enn svolítið í fimmtugt af því að það er svo margt í boði fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Sandra Finnsdóttir. Undirbúningur Landsmóts UMFÍ 50+ er í fullum gangi í Fjallabyggð.

23. maí 2025

Sigurður er nýr formaður HSV

„Ég er mjög brattur, frétti að staðan væri laus og ákvað að hoppa út í djúpu laugina,“ segir Sigurður Gunnar Þorsteinsson, nýr formaður Héraðssambands Vestfirðinga (HSV). Á þingi sambandsins var afhent starfsmerki UMFÍ og silfurmerki HSV.

21. maí 2025

Nú geturðu skráð þig og liðið á Landsmót UMFÍ 50+

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+. Mótið verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði dagana 27. – 29. júní. UMFÍ heldur mótið með Ungmenna- og íþróttasambandi Fjallabyggðar og sveitarfélaginu Fjallabyggð.