Öllum flokkum
![](/media/ck0bpatb/ungmennarad-umfi_1.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cfc7d108f0 1x)
06. desember 2019
Nýtt Ungmennaráð UMFÍ tekið við
Nýtt Ungmennaráð UMFÍ kom saman í fyrsta sinn í þjónustumiðstöð UMFÍ í gærkvöldi. Ráðið er skipað tíu ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára og koma þau víðs vegar af landinu. Hlutverk ráðsins er m.a. að fara með mál og verkefni í umboði stjórnar UMFÍ og vera ungmennafélagshreyfingunni til ráðgjafar.
![](/media/5t0dgtrx/_mg_1774.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cfc417f890 1x)
05. desember 2019
Dagur sjálfboðaliða í dag
Til hamingju með daginn! Í dag er nefnilega Alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Innan aðildarfélaga UMFÍ starfa hundruð sjálfboðaliða sem leggja á sig ómælda vinnu til hagsbóta fyrir samfélagið. UMFÍ fagnar degi sjálfboðaliðans og færir öllum sjálfboðaliðum þakklæti fyrir þeirra óeigingjarna starf.
![](/media/ztqlekyu/img_5887_1.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cfc06af620 1x)
04. desember 2019
Unglingalandsmótið er frábærasta forvörnin
„Þetta er einhver frábærasta forvörn sem fundin hefur verið upp“ segir Guðríður Aadnegard, formaður HSK, í samtali við Morgunblaðið um Unglingalandsmót UMFÍ. Á mótinu stendur til að hafa skógarhlaup fyrir alla fjölskylduna og taka rafíþróttir inn í það í meiri mæli en áður.
![](/media/m4obzv4q/1e1a4341.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cfbca51480 1x)
03. desember 2019
Kvittað upp á Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2020
Bæjarstjóri Árborgar og formenn UMFÍ og HSK skrifuðu í gærkvöldi undir samning um Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina 2020. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, segir mótið góða forvörn enda þar lögð áhersla á samveru fjölskyldunnar um verslunarmannahelgina.
![](/media/zntjak5v/img_5841_1.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cfb8ee7520 1x)
02. desember 2019
Guðmundur fékk ask og klementínu
Guðmundur L. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Fjölnis, fékk í dag loksins afhentan askinn góða. Eins og kunnugt er var Guðmundur valinn matmaður sambandsþings UMFÍ á síðasta þingi að Laugarbakka í Miðfirði í október. Guðríður Aadnegard, formaður HSK, afhenti Guðmundi askinn.
![](/media/aglphbbp/hjordis-gunnlaugsdottir.jpeg?width=530&height=350&v=1d9a9cfb538e730 1x)
29. nóvember 2019
Hjördís Gunnlaugsdóttir: Alltaf jafn mikið ævintýri að vera sjálfboðaliði
Án fjölda sjálfboðaliða væri nær ómögulegt að halda flesta stærri viðburði UMFÍ. Sjálfboðaliðar sinna fjölbreyttum verkefnum og ganga í öll verk, stór og smá, með bros á vör. Hjördís Gunnlaugsdóttir er einn þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða hér á landi sem vinnur á bakvið tjöldin.
20. nóvember 2019
Stórt skref fyrir þriðja geirann
„Þriðji geirinn hefur verið lítið rannsakaður. Þetta er fyrsta skrefið,“ segir Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla. Á morgun verður undirrituð viljayfirlýsing stjórnvalda, Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Háskóla Íslands um að ganga til samstarfs um eflingu samfélagslegrar nýsköpunar.
![](/media/i3tlypr4/mynd2.jpg?width=530&height=350&v=1d9a9cfaf934910 1x)
19. nóvember 2019
Sjálfstæðar stúlkur í París
Tuttugu íslenskar stúlkur sóttu ráðstefnu um valdeflingu í París fyrr á árinu. Helsti lærdómur ferðarinnar fólst í því að efla trúna á sjálfum sér, fylgja hjartanu og fá kraftinn til að fara eigin leiðir. UMFÍ styrkti ferðina.
![](/media/f0afezwz/img_1570_unnin-mynd.png?width=530&height=350&v=1d9a9cfac15bb10 1x)
18. nóvember 2019
Íþróttir styrkja vinatengsl
Hvað veldur því að börn vilja halda áfram í íþróttum? Þetta skoðaði Benjamín Freyr Oddsson í lokaverkefni sínu í meistaranámi í íþróttasálfræði. Það kom honum á óvart að börnum finnst gott að stunda íþróttir til að sleppa við truflandi áhrif af símum og raftækjum.