Öllum flokkum
04. janúar 2023
UMFÍ leitar að starfsmanni í afleysingar í Ungmennabúðunum
Við leitum að leiðbeinanda í 60-100% tímabundið starf í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan janúar og unnið með okkur fram í apríl. Starf frístundaleiðbeinanda felur í sér að leiðbeina ungmennum á námskeiðum. Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2023.
03. janúar 2023
HSV leitar að nýjum yfirþjálfara Íþróttaskólans
Héraðssamband Vestfjarðar (HSV) auglýsir eftir starfi yfirþjálfara Íþróttaskólans. Skólinn er fyrir öll börn í 1-4. bekk grunnskóla Ísafjarðarbæjar og áhersla þar lögð á að börnin fái þjálfun í flestum íþróttagreinum sem í boði eru á eldri flokkum allra þrettán aðildarfélaga HSV í Ísafjarðarbæ.
02. janúar 2023
Leiðari: Sterkari saman á nýju ári
Við stöndum á tímamótum, við þröskuld liðins árs og við upphaf þess nýja, með fullt af óteljandi tækifærum. Þar sem tíminn er takmarkaður þurfum við að velja og hafna og velja þær leiðir sem skila okkur lengra fram á veginn, skrifar Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ í leiðara Skinfaxa.
02. janúar 2023
Pétur Rúnar: Heppinn að spila með vinum mínum
„Ég hef verið mjög heppinn með það að hafa spilað mest alla ævi mína með mínum bestu vinum,“ segir Pétur Rúnar Birgisson, liðsmaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Hann var útnefndur Íþróttamaður Skagafjarðar á milli jóla og nýárs. Þjálfarar ársins eru Baldur, Helgi og Svavar í sömu deild.
30. desember 2022
Þegar Pelé las Skinfaxa
Pelé, einn af þekktustu knattspyrnumönnum heims, lést í gær 82 ára að aldri. Hann varð þrisvar heimsmeistari með liði sínu, mikill markaskorari og var ötull boðberi íþróttarinnar. Pelé kom til Íslands 11. ágúst árið 1991. Hér er heimsóknin rifjuð upp enda heimsótti hann nokkra sambandsaðila UMFÍ.
30. desember 2022
Skinfaxi 2022: Síðasta tölublað ársins komið út
Nýjasta tölublað Skinfaxa, tímarits UMFÍ, og síðasta tölublað ársins er komið út. Blaðið er eins og alltaf stútfullt af brakandi fersku efni úr ungmennafélagshreyfingunni. Í þessu síðasta tölublaði ársins eru viðtöl, fjallað ítarlega um íþróttahéruð, skautaíþróttir og margt fleira.
28. desember 2022
Bjargar upptökum af Landsmótum UMFÍ
Kvikmyndagerðarmaðurinn Marteinn Sigurgeirsson hefur unnið að því í gegnum árin að safna saman efni sem tekið hefur verið upp á Landsmótum UMFÍ. Fyrsta mótið var haldið árið 1909 og síðasta stigamótið á Selfossi árið 2013.
26. desember 2022
Jólakveðja til þín frá UMFÍ
UMFÍ óskar þér og þínum gleðilegra jóla með ósk um farsæld, hreyfingu og samvinnu á nýju ári.
23. desember 2022
UMFÍ greiðir út rúmar 30 milljónir króna
Íslensk getspá hefur grétt eigendum sínum 250 milljónir króna í aukagreiðslu vegna góðs árangurs af lottóspili á árinu. UMFÍ á 13,33% í Íslenskri getspá og fékk um 33 milljónir króna. Upphæðin var lögð inn á reikninga sambandsaðila UMFÍ í vikunni.