Öllum flokkum
30. janúar 2023
Valdís tekin við Æskulýðsvettvanginum
„Við förum strax af stað af krafti með námskeið Æskulýðsvettvangsins eftir áramótin, þar á meðal hnitmiðaðra Verndum þau,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir, ný verkefnastýra Æskulýðsvettvangsins. Hún tók við starfinu af Semu Erlu Serdar.
29. janúar 2023
Gagnleg ráðstefna um íþróttir barna og stjórnun félaga
Í tengslum við Reykjavík International Games, sem nú standa yfir, standa Íþróttabandalag Reykjavíkur, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands og Háskólinn í Reykjavík fyrir ráðstefnu 1. - 2. febrúar 2023.
27. janúar 2023
Auglýst eftir rekstrarstjóra UMSK
Stjórn Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) auglýsir eftir öflugum starfsmanni til að stýra rekstri og verkefnum sambandsins. Starfsmaðurinn hefur umsjón með áætlanagerð, daglegri stjórnun og rekstri UMSK, samskipti við aðildarfélög, sveitarfélög og hagsmunaaðila innan íþróttahreyfingarinnar.
24. janúar 2023
„Við erum með tuttugu gáma af sandi en eigum engan pening“
Valdimar Gunnarsson er mörgum kunnur vegna ötulla starfa sinna í þágu heilsueflingar landsmanna, bæði á vegum og UMFÍ og UMSK, og að eigin frumkvæði. Hann hætti í sumar sem framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK). Rætt er við Valdimar í nýjasta tölublaði Skinfaxa, tímariti UMFÍ.
23. janúar 2023
Mikil ánægja með Skólabúðirnar á Reykjum
„Fólk er afar ánægt með Skólabúðirnar og ég heyri ekkert nema jákvætt um þær í sveitarfélaginu,“ segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Hún fundaði með fulltrúum UMFÍ um Skólabúðirnar í síðustu viku. Á sama tíma voru nemendur frá Álftanesi í búðunum sem skemmtu sér vel.
18. janúar 2023
Kynntu möguleikana sem felast í nýtingu Ánægjuvogarinnar
Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, og fulltrúar íþróttahreyfingarinnar kynnti niðurstöður Ánægjuvogarinnar 2022 fyrir Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, í dag og öðrum sérfræðingum ráðuneytisins.
16. janúar 2023
Kristófer hjá TBR: Gott að fara í æfingaferð á Laugarvatn
„Krökkunum fannst alveg rosalega gaman og foreldrarnir voru mjög ánægðir,“ segir Kristófer Darri Finnsson, þjálfari og fararstjóri í peppferð á vegum TBR til Laugarvatns um helgina. Í hópnum voru 33 börn og ungmenni ásamt foreldrum og þjálfurum og gistu þau í húsnæði Ungmennabúða UMFÍ.
12. janúar 2023
Öflug og samræmd íþróttahéruð
Lengi hefur verið rætt um nauðsyn þess að endurskoða málefni íþróttahéraða með það fyrir augum að styrkja íþróttafélögin og starfið um allt land. Ýmsar sviðsmyndir hafa verið settar fram. En hvernig er hljóðið innan íþrótta- og ungmennafélagshreyfingarinnar? Hér er rætt við Sonju hjá UMSB um málið.
10. janúar 2023
Veistu hvað skal gera?
Vita þjálfararnir í þínu félagi hvað þarf að gera ef einhver hagar sér ósæmilega eða ef áfall verður í iðkendahópnum? Æskulýðsvettvangurinn býður upp á námskeiðið Verndum þau fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða aðildarfélaga UMFÍ.